Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 28
10
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
lífið. Reka kýr, sækja kýr, elta kýr,
hirða kýr. —
Björg — Mjólka kýr. —
Sveinn — Kýr, kýr, kýr að eilífu.
Björg — Amen.
Sveinn — Amen.
Björg — (Skellihlær). Já, er það
ekki gaman? Og þetta kallar þú
leiðinlegt líf.
Sveinn — Ég finn þetta ekkert
hlátursefni.
Björg — (Gripin hlátri svo hún
skilst varla). Kýr — kýr — kýr —
að eilífu — ei-ei-lífu — Amen.
Sveinn — Þú hlærð og hlærð, og
það stundum þegar mér er mest
gramt í geði.
Björg — Ég hlæ þegar við erum
tvö ein. Það er svo gaman. —
Sveinn — Gaman að hlæja að
mér.
Björg — Ég hlæ ekki að þér. Ég
veit ekki að hverju ég hlæ.
Sveinn — Þá ertu auli. Þú ert
auli, leitar að kúm, sem þú vildir
helzt aldrei finna og hlærð svo að
öllu saman.
Björg — Þarna kemur það,
(Hlær).
Sveinn — Hvað nú?
Björg — Þetta sem ég hlæ að.
Sveinn — Þú hlærð að vitleys-
unni í sjálfri þér.
Björg — Þá er ég líka vitur.
Sveinn — (Hristir höfuðið). Við
megum ekki slæpast hér lengur,
heldur reyna að hafa upp á beljun-
um.
Björg — Og villast kannski.
Sveinn — Nú, þá það.
Björg — Væri annars ekki gaman,
að villast svolítið — og fara á flakk,
eins og hann Kýminn?
Sveinn — Ekki væri það betra
en leita að kúm.
Björg — Jæja. Hvernig væri þá,
að byggja sér kofa í skóginum, eins
og hann Ásvaldur?
Sveinn — Nei. Það er af og frá.
Heldur vil ég leita. —
Ásv. — (Kemur út úr kofanum).
Komið þið blessuð.
Björg og Sveinn — Komdu sæll,
Ásvaldur.
Ásv. — Hvað eruð þið að fara?
Björg — Við vitum það ekki. Veit
nokkur hvert hann er að fara?
Sveinn — Gengdu henni ekki.
Hún hlær eins og fífl og segist
vilja villast og fara á flæking. Við
erum að leita að kúnum og finnum
þær ekki. Ekki vænti ég að þú hafir
orðið þeirra var?
Ásv. — Nei. Því miður ekki.
Björg — Gott! Þá getum við farið
að villast.
Sveinn — Svona lætur hún alltaf,
eins og bjáni.
Ásv. — Hafið þið athugað veg-
vísinn minn?
Sveinn — Ég kannast vel við
hann, en ekki vísar hann okkur á
kýrnar.
Björg — Þá skulum við fara eftir
honum.
Sveinn — Og villast í leitinni! Þú
ert söm við þig.
Ásv. — Þeir leita bezt sem villast
mest.
Björg — Þetta hefi ég altaf sagt.
Við skulum bara villast og hætta
að hugsa um beljurnar. Þá erum við
hárviss, að finna þær.
Sveinn — Þið eruð búin að rugla
mig svo, að ég verð að fara eftir
vegvísinum.