Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 29
krossgötur
11
Ásv. — Hann mun ekki svíkja
þig.
Sveinn — En hann vísar í fjórar
áttir.
Björg — í allar áttir.
Ásv. — Alveg rétt, Björg; því
æskunni eru allir vegir færir.
Björg — Er þetta satt?
Ásv. — Dagsatt, sé hún í leit.
Björg — Kúaleit?
Ásv. — Það gildir einu hvers
leitað er.
Sveinn — Þá er bezt að halda
kúaleitinni áfram. Henni er ég van-
astur. En hver leiðin er greiðust
héðan?
Ásv. — Leiðin til glaums og gleði.
Á henni villist enginn.
Sveinn — Eigum við þá að taka
hana?
Björg — Ekki ég. Ég vil villast.
Ásv. — Þá leið fer allur fjöldinn,
því hún er breið og greiðfærust. En
þú einn verður að finna fótum þín-
um forráð.
Sveinn — Ekki vil ég fara leið
fjöldans.
Björg — Hæ, gaman! Sveinn vill
villast eins og ég. (Hlær).
Kýminn — (Æstur. Hendist út úr
kofanum, með brauðsneið í annari
hendi en ketbita í hinni, og fullan
munninn). Æ, góði Ásvaldur, mér
varð sú béuð skyssa á —
Ásv. — Kærðu þig kollóttan.
Láttu í þig matinn og svo getur þú
talað við mig.
Kýminn — Ég missti alt kaffið
ofan í koffortið og eyðilagði sykrið
°S guð veit hvað fleira.
Björg — Þarna sér þú það, Sveinn.
Allir hlutir villast, auk heldur
blessað kaffið.
Sveinn — Ég ætti líklega að taka
stefnuna til vegs og valda.
Kýminn — Allar götur liggja til
Rómu.
Björg — Þá flýtur dýsætt kaffið
þangað. Ég vildi, að ég væri orðin
að þessari Rómu.
Kýminn — (Nálgast Björgu). Þú
ert stúlka eftir mínu skapi. Getur
hent gaman að mótlætinu. (Ás-
valdur og Sveinn afsíðis talast við
hljóðlega).
Björg — Mótlæti? Segðu mér
hvað það er, svo ég geti hlegið að
því.
Kýminn — Stundum köllum við
það sorg, þó það sé nú eiginlega
gleði.
Björg — Það skil ég ekki.
Kýminn — Það er lífið — sem
enginn skilur.
Björg — Lífið? Er það ekki þetta,
sem kemur mér altaf til að hlæja?
Kýminn — Jú, jú. Og þá er alt
gott.
Sveinn — (Kallar). Ég er að leggja
upp til vits og vilja, Björg, ætlarðu
að koma með mér?
Björg — (Til Kýmins). Hvert
liggur sú leið?
Kýminn — í allar áttir.
Björg — (Hlær — kallar). Nei,
Sveinn, þangað vil ég ekki villast.
Þú ert vís til að finna kýrnar.
Sveinn — Þú ræður því. — Verið
sæl. (Fer).
Ásv., Björg og Kýminn — Far vel.
Björg — (Horfir á eftir Sveini). —
Hvert fer hann?
Kýminn — í allar áttir, auðvitað.
Björg — Hann fer æfinlega í allar
áttir. Þess vegna er hann svo