Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 30
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
skemtilegur. En því skildi hann mig
eftir?
Ásv. — Þið mætist aftur.
Kýminn — Farðu sjálf í allar áttir,
og þá hljótið þið að finnast. Allar
götur liggja til Rómu.
Björg — (Hlær). Þú ert líka
skemtilegur. En ég þarf að ná í
hann Svein. (Lítur spurnaraugum
til Ásvaldar). Verið sælir. (Fer göt-
una sem vegvísirinn bendir eftir til
hjálpar bágstöddum).
Ásv. og Kýminn — Far vel og
góða ferð.
Ásv. — Góð stúlka.
Kýminn — Kát og greind.
Ásv. — Já, víst er hún gáfuð. Hún
ætlar sér að leita gæfunnar í eymd
annara.
Kýminn — Eins og stórveldi og
iðnhöldar?
Ásv. — Nei, Kýminn minn, þú
veizt betur.
Kýminn — Ég þarf ekki lengur
að vita annað en það sem þú veizt.
Ásv. — Hvernig heimfærir þú
það?
Kýminn — Þú mótmælir ekki því,
sem aðrir segja, og sannfærir þá þó.
Ásv. — Hver maður verður að
láta sannfærast af sjálfum sér; og
svo er með alt sem lifir.
Kýminn — Til dæmis kóngar og
köngulær?
Ásv. — Já, og þú mátt bæta jurt-
unum við. Ekki sækja þær sann-
færing sína til annara.
Kýminn — Nú gengur alveg fram
af mér. Ég eins og kóngur, eins og
könguló, eins og njóli, eins og •—
en hvert ætti ég að fara?
Ásv. — Fara? Hefir þú ekki þegar
farið veg allrar veraldar?
Kýminn — En þessi vegvísir þinn?
Er hann mér gagnslaus?
Ásv. — Hann bendir bara á, að
hér eru vegamót. Og jafnvíðförull
maður og þú ert, ætti að vita, að
þú ert á vegamótum, hvar og hve-
nær sem þú staldrar við.
Kýminn — Þá er þýðingarlaust
fyrir mig, að ferðast lengra. Æ, má
ég ekki setjast hér að, hjá þér í
kofanum? Ég get legið á gólfinu.
Ásv. — Jú, blessaður vertu. Þú
getur dorgað silung undir fossinum,
prangað út jólatrjám í þorpinu og
keypt okkur smávegis, sem við
þörfnumst með. En mest er um vert,
að þú vísir þeim til vegar, sem hér
fara um, ef ég gefst upp.
Kýminn — Jú, jú. — Nei, nei. Ég
get veitt og flækst inn í þorpið og
prangað þar og prúttað; en að
standa hér og vísa þeim, sem viltir
eru, í allar áttir — það er ekki fyrir
mig og mína líka.
Ásv. — Þú þarft ekki að mæla
orð, aðeins benda þeim á vegvísinn.
Kýminn — Það væri nú alt gott
og blessað, væri ég eins gerður og
þú. En þó ég þyldi upp alla speki
og allan vísdóm þessa heims og
annars og benti í allar áttir, hefði
enginn gagn af því.
Ásv. — Hvernig veiztu það fyrr
en á reynir?
Kýminn — Nú, ég er bara flakk-
ari, en þú ert Ásvaldur.
Ásv. — Og kóngurinn er jafn
köngulónni. (Verður litið út í skóg-
inn til vinstri). — En þarna koma
tveir herramenn.
Kýminn — Ætli þeir séu líka að
villast?