Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 30

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 30
12 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA skemtilegur. En því skildi hann mig eftir? Ásv. — Þið mætist aftur. Kýminn — Farðu sjálf í allar áttir, og þá hljótið þið að finnast. Allar götur liggja til Rómu. Björg — (Hlær). Þú ert líka skemtilegur. En ég þarf að ná í hann Svein. (Lítur spurnaraugum til Ásvaldar). Verið sælir. (Fer göt- una sem vegvísirinn bendir eftir til hjálpar bágstöddum). Ásv. og Kýminn — Far vel og góða ferð. Ásv. — Góð stúlka. Kýminn — Kát og greind. Ásv. — Já, víst er hún gáfuð. Hún ætlar sér að leita gæfunnar í eymd annara. Kýminn — Eins og stórveldi og iðnhöldar? Ásv. — Nei, Kýminn minn, þú veizt betur. Kýminn — Ég þarf ekki lengur að vita annað en það sem þú veizt. Ásv. — Hvernig heimfærir þú það? Kýminn — Þú mótmælir ekki því, sem aðrir segja, og sannfærir þá þó. Ásv. — Hver maður verður að láta sannfærast af sjálfum sér; og svo er með alt sem lifir. Kýminn — Til dæmis kóngar og köngulær? Ásv. — Já, og þú mátt bæta jurt- unum við. Ekki sækja þær sann- færing sína til annara. Kýminn — Nú gengur alveg fram af mér. Ég eins og kóngur, eins og könguló, eins og njóli, eins og •— en hvert ætti ég að fara? Ásv. — Fara? Hefir þú ekki þegar farið veg allrar veraldar? Kýminn — En þessi vegvísir þinn? Er hann mér gagnslaus? Ásv. — Hann bendir bara á, að hér eru vegamót. Og jafnvíðförull maður og þú ert, ætti að vita, að þú ert á vegamótum, hvar og hve- nær sem þú staldrar við. Kýminn — Þá er þýðingarlaust fyrir mig, að ferðast lengra. Æ, má ég ekki setjast hér að, hjá þér í kofanum? Ég get legið á gólfinu. Ásv. — Jú, blessaður vertu. Þú getur dorgað silung undir fossinum, prangað út jólatrjám í þorpinu og keypt okkur smávegis, sem við þörfnumst með. En mest er um vert, að þú vísir þeim til vegar, sem hér fara um, ef ég gefst upp. Kýminn — Jú, jú. — Nei, nei. Ég get veitt og flækst inn í þorpið og prangað þar og prúttað; en að standa hér og vísa þeim, sem viltir eru, í allar áttir — það er ekki fyrir mig og mína líka. Ásv. — Þú þarft ekki að mæla orð, aðeins benda þeim á vegvísinn. Kýminn — Það væri nú alt gott og blessað, væri ég eins gerður og þú. En þó ég þyldi upp alla speki og allan vísdóm þessa heims og annars og benti í allar áttir, hefði enginn gagn af því. Ásv. — Hvernig veiztu það fyrr en á reynir? Kýminn — Nú, ég er bara flakk- ari, en þú ert Ásvaldur. Ásv. — Og kóngurinn er jafn köngulónni. (Verður litið út í skóg- inn til vinstri). — En þarna koma tveir herramenn. Kýminn — Ætli þeir séu líka að villast?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.