Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 33
krossgötur
15
setti hann, að benda í áttina til
gleðinnar.
Kýminn — (Afsíðis). Nú vildi ég,
að Ásvaldur væri kominn. (Bendir
Dísu á vegvísinn og reynir að stæla
látbragð Ásvaldar). —
Dísa — (Eftir að athuga vegvís-
inn — glöð í bragði). Já, þarna
stendur það. Til glaums og gleði.
Því bentir þú mér ekki á þetta
strax?
Kýminn — Allar götur liggja til
Rómu.
Dísa — Mig varðar ekkert um
þessa Rómu. Er leiðin greið til
glaums og gleði?
Kýminn — Ásvaldur segir, að
þangað liggi breiðasti og greiðasti
vegurinn.
Dísa — Hæ, gaman! — (Trallar og
dansar út. Rödd hennar heyrist í
skóginum þar til tjaldið er fallið).
Kýminn — Því kom hann Ás-
valdur mér í þessa klípu? Alt árans
herrunum að kenna.
—Tjaldið.
ANNAR ÞÁTTUR
Árum síðar. Leiksvið sama, nema
hvað stórskógurinn í baksýn er
gisnari. Ásvaldur situr inni fyrir
°pnum glugganum og les í bók,
þreytulegur og hæruskotinn. Letrið
a vegvísinum er máð svo varla má
greina stafina.
Kýminn — (Sagar eldivið aftar-
iega hægra megin. — Þurrkar af sér
svitann). Heyrðu Ásvaldur, gætirðu
ehki setið hérna úti og sagt bjálfun-
Urn, sem villast hingað, til vegar?
Ásu. — Nei, ég treysti mér ekki til
þess, ég á svo bágt með að hreyfa
naig.
Kýminn — Já, eins og ég hefi altaf
sagt. Þú ert vafalaust beinbrotinn.
Ásv. — Ég er eitthvað illa lam-
aður.
Kýminn — Mér hefði þótt það
bjánaskapur af mér, að bisa við, að
draga trédrumb úr fossinum.
Ásv. — Ég mátti til. Tréð rak
brotinn endann út í fossbrúnina. Það
var eins og flís í auga.
Kýminn — Fossinn sér um sig, en
fólkið ekki, fái það ekki leiðsögn
þína.
Ásv. — Hér verður engum lengur
vísað til vegar.
Kýminn — Nú fyrst þarfnast þeir
hér leiðbeiningar, sem villast
hingað.
Ásv. — Síðan akbrautin var lögð
og pappírsgerðin hafin, villist hér
enginn lengur. Þeir Auðunn og
Steinn hafa gert staðinn heims-
frægan, og um leið ausið upp millj-
ónum á fyrirtækinu. Og þar sem
auður og frægð leggjast á eitt, villist
enginn. •—
Kýminn — Eða er sér þess ekki
meðvitandi.
Ásv. — Sem er, ef til vill, eitt og
hið sama.
Kýminn — (Hlustar, horfir út til
vinstri). Mér heyrðist bifreið stanza
úti á veginum.
Ásv. — Enginn villist í bifreið.
Kýminn — Þarna kemur þá eitt
útmetið og uppáfært kærustupar.
Ásv. — Ekki þarfnast þau leið-
beiningar (lokar glugganum).
Kýminn — Hver getur sagt um
það? (Dregur sig í hlé. — Jón, vel-
búið snyrtimenni og Dísa, máluð og
skrautklædd, koma frá vinstri).
Jón — Hérna var það, Dísa, sem