Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 43
krossgötur
25
Auðunn — Nei, Jón minn. Þú
komst rétt í tíma. —
Steinn — Við höfum þegar á-
kveðið, að láta greipar sópa um þetta
þjófabæli. Brenna kofann og alt
ruslið og þurka þannig út þennan
smánarblett, sem þér hefir þóknast
að halda hér við.
Jón — (Skygnist um). Er kofinn
auður?
Auðunn — Nei. Ég heyrði gengið
um hann.
Steinn — Skjólstæðingar þínir
kúa hér víst enn.
Jón — Ekki brennið þið vesal-
ingana inni.
Steinn — Þess gerist engin þörf.
Jón — Hvaða ráðstafanir —?
Steinn — Lögreglan ráðstafar
Þjófum og vitfirringum.
Jón — Lofið þið mér að sjá vesal-
lngunum fyrir samastað.
Auðunn — Okkur má vera sama
a hvern hátt við verðum lausir við
skötuhjúin.
Steinn — Lengur stenzt ég engar
Uadanfærslur né vífilengjur. Þér er
velkomið, að flytja þau eða fylgja
þeim úr garði og drekka með þeim
hestaskál. En í dag skulu þau burt
héðan. Ég þvæ höndur mínar af
þeina. Þið ráðið hvort þið sannist
vera í vitorði með þjófum, ef ég segi
lÖgreglunni til þeirra.
Auðunn — Þú lætur ekki koma til
þess, Jón minn.
Jón — Nei, ég hefi einhver ráð.
Auðunn — Þá er það afráðið; og
vié getum farið. (Fer með Steini út
til vinstri). Verður þú með, Jón?
(Þeir staldra við).
Jón — Ég verð að sjá um að
vesalingarnir komist burt héðan.
Steinn — Vagnar lögreglunnar
eru altaf til reiðu. (Auðunn og
Steinn hverfa. — Þögn).
Dísa — (Opnar dyrnar). Svo þú
ert kominn?
Jón — Komdu sæl, Dísa mín.
Dísa — (Hlær). Skárri er það nú
kurteisin. Sú var tíðin, að þú varst
ekki ánægður með að kasta á mig
lauslegri kveðju. (Gengur til Jóns).
Langar þig ekki í koss?
Jón — (Bandar við henni). Ég
kom til að hjálpa þér.
Dísa — Þú hefir lengi verið mér
hjálpsamur.
Jón — Hefi ég ekki þrásinnis
beðið þig að þiggja af mér það, sem
þú og Kýminn gamli þarfnist með?
Dísa — Jú, jú, og ég segi enn, nei,
takk.
Jón — Vilt heldur stela og eiga
lögregluna yfir höfði þér.
Dísa — Hún má gjarnan yfirheyra
mig. Þá loks sæust nöfnin okkar
saman á prenti. Væri það ekki
gaman?
Jón — Hvað græddir þú á því,
annað en að fara 1 tukthúsið?
Dísa — Heiðurinn, að vera opin-
berlega bendluð við Jón forstjóra,
tengdason Auðuns hins ríka.
Kýminn — (Kallar). Dísa!
Dísa — Já. Ég kem.
Jón — Er Kýminn veikur?
Dísa — Ekki svo, að hann geti
drepist.
Kýminn — Mér er kalt. Hjálpaðu
mér til að komast út.
Jón — Er óráð á honum?
Dísa — Það er ekki meira óráð á
honum en öðrum.
Kýminn — Dísa! Dísa! Hver er
kominn?