Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 45
KROSSGÖTUR
27
í kofanum, en fór strax að hlýna
þegar ég lagðist í sporin hans Ás-
valdar.
Björg — Er Ásvaldur heima?
Kýminn — Hann er altaf heima;
en nú vísa ég veginn.
Sveinn — Ég þarf að finna Ásvald.
(Gengur í kofann).
Kýminn — Hvert fór Sveinn?
Björg — Inn, til að finna Ásvald.
Kýminn — Hann gat fundið hann
hér.
Björg — Sveinn vill tala einslega
við Ásvald.
Sveinn — (Kemur út). Ásvaldur
er ekki í kofanum. (Björg stendur
UPP- Hún og Sveinn tala saman í
hálfum hljóðum). Hvar er Ás-
valdur?
Kýminn — Hann var hérna rétt
áðan. Ég finn enn ylinn í sporum
hans.
Björg — Já, en þú sérð hann þó
ekki.
Kýminn — Líklega ekki. Sá hann
seinast, þegar þeir tóku hann með
sér héðan í stórum kassa. En hann
er hér nú samt.
Björg — (Til Sveins). Hann er
líklega dáinn og grafinn.
Sveinn — Við komum of seint.
Björg — Vorum að skemta okkur
erlendis meðan velgerðarmaður
okkar stríddi við baslið og dauðann.
Kýminn — Ósköp talið þið
heimskulega. Ásvaldur er hérna í
skóginum. Kallið þið á hann. (Sveinn
og Björg líta hvort á annað).
Björg — (Kallar). Ásvaldur! —
Ásvaldur!
Sveinn — Ég ætla að litast um
eftir honum.
Björg — Hann hefði ekki skilið
Kýminn eftir fárveikan með óráði.
Kýminn — Ég með óráði, ekki nú
aldeilis.
Sveinn — Hann getur verið á
næstu grösum. Ég verð enga stund.
(Fer).
Kýminn — Láttu Svein leita.
Allar götur liggja til Rómu. (Tekur
hendi fyrir hjartað; engist saman;
stynur, réttir svo úr sér og liggur
kyr.
Sveinn — (Heyrist kalla). Ás-
valdur.
—Tjáldið.
☆ ☆ *
Úr íslandsferðinni 1953
FRÁ NEW YORK
Blogið létt og jarið hátt,
fleyið nett og málað grátt,
loftið slétt en litað blátt,
leiðin sett í norðurátt.
☆
Veltur á súðum vindurinn,
vœngjaprúði gammurinn.
Sterklega knúður stálsleginn,
stefnir nú á hafnir inn.
Á VESTURLEIÐ
Heim um lög og loft á ný
— Ijósin fögur skína. —
Ferðalögum eyk svo í
ævisögu mína.
Greiðir för að Furðuströnd
fákurinn skýja bestur.
Hafið þrýtur, heilsa lönd,
hugurinn flýgur vestur.
Ásgetr Gíslason