Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 51
UM ISLENZKU HANDKITIN
33
Þó að vér bættum ekki við öllum
þeim handritum, sem vér vitum
víslega, að hafa glatazt, og sleppt-
um heila sægnum, sem vér kunnum
engin deili á, er það, sem varðveitt
er> svo mikið og merkilegt, að vér
hljótum að fyllast lotningu í hvert
sinn, er vér reynum að skilja það og
meta.
Aðeins örfá handrit eru til frá 12.
°ld, hið elzta frá henni miðri. Þó
nokkur handrit eru til frá 13. öld,
einkum síðari hluta hennar. Kaflar
Ur Egils sögu Skalla-Grímssonar eru
geymdir á 2 handritabrotum frá
naiðri 13. öld, og er engin íslendinga
saga varðveitt í eldra handriti.
Merkasta handrit 13. aldar mun
Konungsbók, Codex regius, með
Eddu-kvæðum eða svonefndri Sæ-
naundar-Eddu. Er það talið ritað á
tug aldarinnar.
Ujórtánda öldin mun vera afkasta-
mest og flest handrit nú varðveitt frá
henni, þó að það sé einnig geysi-
h^júgt, sem til er frá hinni 15. Það
Vaeri að æra óstöðugan að þylja
fyrir yður handrit þessara tveggja
alda. Ég hef þegar nefnt Flateyjar-
bók og Vatnshyrnu og get bætt við
Möðruvallabók frá fyrri hluta 14.
nldar. Eru á henni alls 11 íslend-
inga sögur, þeirra á meðal Njáls
saga og Egils saga Skalla-Gríms-
sonar.
Snemma barst nokkuð af íslenzk-
um handritum til Noregs og varð-
veittist þar, auk þess sem íslend-
Urgar unnu stundum að ritstörfum í
oregi. En allur þorri íslenzkra
nndrita var þó að sjálfsögðu skrif-
eður og geymdur á íslandi, að kalla
0 unnur öðrum en íslendingum.
Leið svo fram á síðari hluta 16.
aldar, er áhugi tók að vakna, eink-
um í Danmörku, á fornsögu Norður-
landa.
Árið 1593 gaf Arngrímur Jónsson
(hinn lærði) út í Kaupmannahöfn
stutta greinargerð um ísland: Brevis
commentarius de Islandia, eins kon-
ar varnarrit gegn ýmsum fáránleg-
um skrifum útlendinga um Island.
Fengu menn af riti þessu dálítið
hugboð um, hver náma íslenzkar
fornbókmenntir voru um sögu
Norðurlanda. Um svipað leyti
komst Arngrímur í kynni við
danska fræðimenn, er tóku nú
óspart að fara í smiðju til hans.
Leysti hann ósleitilega úr spurning-
um þeirra og jós í þá úr nægta-
brunni íslenzkra fræða, en handrit
fengu þeir ekki nema örfá, enda
lágu þau ekki svo laus.
Því hefur verið haldið fram, að
íslendingar hafi á 16. öld verið mikið
hættir að lesa hin fornu handrit og
sá fornfræðiáhugi, er hér kviknaði
á 17. öld, hafi orðið fyrir áhrif utan
frá. En þetta sjónarmið er ekki rétt
nema að mjög litlu leyti. Íslending-
ar höfðu að vísu slakað á og skrifuðu
minna upp eftir gömlum handritum
en áður. Tímarnir höfðu breytzt og
nýjar bókmenntagreinar svo sem
rímnakveðskapur og helgiljóðagerð
rutt sér til rúms. Svarti dauði
hafði kippt vexti úr þjóðinni á 15.
öld, svo að hún var lengi að ná sér
á strik eftir það.
Með 16. öldinni koma siðaskiptin
og rugla Islendinga í ríminu, brjóta
niður fornar kenningar bæði kirkju-
legar og þjóðlegar. Og margt það,
sem áður var í föstum skorðum,