Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 51

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 51
UM ISLENZKU HANDKITIN 33 Þó að vér bættum ekki við öllum þeim handritum, sem vér vitum víslega, að hafa glatazt, og sleppt- um heila sægnum, sem vér kunnum engin deili á, er það, sem varðveitt er> svo mikið og merkilegt, að vér hljótum að fyllast lotningu í hvert sinn, er vér reynum að skilja það og meta. Aðeins örfá handrit eru til frá 12. °ld, hið elzta frá henni miðri. Þó nokkur handrit eru til frá 13. öld, einkum síðari hluta hennar. Kaflar Ur Egils sögu Skalla-Grímssonar eru geymdir á 2 handritabrotum frá naiðri 13. öld, og er engin íslendinga saga varðveitt í eldra handriti. Merkasta handrit 13. aldar mun Konungsbók, Codex regius, með Eddu-kvæðum eða svonefndri Sæ- naundar-Eddu. Er það talið ritað á tug aldarinnar. Ujórtánda öldin mun vera afkasta- mest og flest handrit nú varðveitt frá henni, þó að það sé einnig geysi- h^júgt, sem til er frá hinni 15. Það Vaeri að æra óstöðugan að þylja fyrir yður handrit þessara tveggja alda. Ég hef þegar nefnt Flateyjar- bók og Vatnshyrnu og get bætt við Möðruvallabók frá fyrri hluta 14. nldar. Eru á henni alls 11 íslend- inga sögur, þeirra á meðal Njáls saga og Egils saga Skalla-Gríms- sonar. Snemma barst nokkuð af íslenzk- um handritum til Noregs og varð- veittist þar, auk þess sem íslend- Urgar unnu stundum að ritstörfum í oregi. En allur þorri íslenzkra nndrita var þó að sjálfsögðu skrif- eður og geymdur á íslandi, að kalla 0 unnur öðrum en íslendingum. Leið svo fram á síðari hluta 16. aldar, er áhugi tók að vakna, eink- um í Danmörku, á fornsögu Norður- landa. Árið 1593 gaf Arngrímur Jónsson (hinn lærði) út í Kaupmannahöfn stutta greinargerð um ísland: Brevis commentarius de Islandia, eins kon- ar varnarrit gegn ýmsum fáránleg- um skrifum útlendinga um Island. Fengu menn af riti þessu dálítið hugboð um, hver náma íslenzkar fornbókmenntir voru um sögu Norðurlanda. Um svipað leyti komst Arngrímur í kynni við danska fræðimenn, er tóku nú óspart að fara í smiðju til hans. Leysti hann ósleitilega úr spurning- um þeirra og jós í þá úr nægta- brunni íslenzkra fræða, en handrit fengu þeir ekki nema örfá, enda lágu þau ekki svo laus. Því hefur verið haldið fram, að íslendingar hafi á 16. öld verið mikið hættir að lesa hin fornu handrit og sá fornfræðiáhugi, er hér kviknaði á 17. öld, hafi orðið fyrir áhrif utan frá. En þetta sjónarmið er ekki rétt nema að mjög litlu leyti. Íslending- ar höfðu að vísu slakað á og skrifuðu minna upp eftir gömlum handritum en áður. Tímarnir höfðu breytzt og nýjar bókmenntagreinar svo sem rímnakveðskapur og helgiljóðagerð rutt sér til rúms. Svarti dauði hafði kippt vexti úr þjóðinni á 15. öld, svo að hún var lengi að ná sér á strik eftir það. Með 16. öldinni koma siðaskiptin og rugla Islendinga í ríminu, brjóta niður fornar kenningar bæði kirkju- legar og þjóðlegar. Og margt það, sem áður var í föstum skorðum,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.