Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 54

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 54
36 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Skinnhandrit fórust aftur á móti fá, en pappírshandrit unnvörpum, þ. á m. ýmis merkileg gögn frá síðari öldum, svo að sums staðar hefur orðið alger eyða í sögu vora. Fjöl- mörg eftirrit, er Árni hafði gert eða látið gera, týndust, en erfitt að ætla á um fjölda þeirra eða tjónið í heild sinni, þótt það hafi verið kann- að allrækilega. Atburður þessi fékk að vonum mjög á Árna, svo að hann varð al- drei samur maður eftir. Hann reyndi þó að fylla í skörðin, þar sem þess var nokkur kostur, og skrifaði mönnum, er hann hélt, að enn mundu eiga handrit í fórum sínum. En starfi Árna Magnússonar var nú að verða lokið, því að hann lézt aðeins rúmu ári eftir brunann, 7. janúar 1730. Einum eða tveimur dögum fyrir andlát sitt arfleiddi Árni Kaup- mannahafnarháskóla að safni sínu og flestum eignum, en fól vinum sínum tveimur, er hvött höfðu hann þessa, að ganga frá málum þessum að öðru leyti. En 30 ár liðu, áður en lag kæmist á. Var þá með kon- ungsúrskurði ákveðið, að vöxtum af gjöf Árna skyldi varið til styrktar tveimur íslenzkum námsmönnum til fræðaiðkana við safnið, en jafnframt til greiðslu á útgáfum handrita þess. Tveir ráðamenn voru kosnir til að sjá um framkvæmdir, en höfðu engu komið í verk eftir 12 ár. Var þá breytt til og kosin 6 manna nefnd, og hófst hún þegar handa. Eru þau rit nú orðin mörg og merk, er gefin hafa verið út á vegum Árnanefndar, og margur fræðimaðurinn setið þar við niðandi vötn íslenzkrar tungu. Á árunum 1888—94 var prentuð skrá yfir handrit Árnasafns, í tveim- ur bindum. Eru þar talin um 2600 handrit og bróðurparturinn að sjálf- sögðu íslenzkur. Af öðrum hand- ritum er þar mest af norskum, þá dönskum, þýzkum o. s. frv., því að Árni batt söfnun sína ekki einvörð- ungu við íslenzk handrit. Þá hafa safninu bætzt þó nokkur handrit eftir daga Árna og sum þeirra merkileg. Jón Helgason, prófessor við Hafnarháskóla, gerði fyrir nokkrum árum skrá yfir handrit Árnasafns, er birt var aftan við álit nefndar þeirrar, er danska kennslu- málaráðuneytið skipaði árið 1947 til þess að íhuga handritakröfur ís- lendinga og gera tillögur um svar við þeim. Þessa skrá hef ég því miður ekki séð. Árni Magnússon var eins og fyrr segir langstórvirkasti safnandi ís- lenzkra handrita og um þekkingu og skilning á bókmenntum íslendinga og sögu langt á undan samtíð sinni, svo að sumar skoðanir hans eru nú fyrst að öðlast fulla viðurkenningu. Um afdrif íslenzkra handrita, hefðu þau aldrei verið flutt úr landi, getur enginn sagt. Auðvitað stóð þjóðin miklu fátækari eftir, þar sem hún hafði verið rúin því, er verið hafði henni bæði matur og drykkur í aldaraðir. En handritunum, einkum skinnhandritunum, var mikil hætta búin, er pappírinn og prentaðar bækur komu til skjalanna. Sagan, skemmtunin, var aðalatriðið, en ekki efnið, sem hún var skráð á. Hafa þannig mörg skinnhandrit verið lögð fyrir róða, er búið var að koma efni þeirra á pappír. Fátækt var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.