Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 54
36
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Skinnhandrit fórust aftur á móti fá,
en pappírshandrit unnvörpum,
þ. á m. ýmis merkileg gögn frá síðari
öldum, svo að sums staðar hefur
orðið alger eyða í sögu vora. Fjöl-
mörg eftirrit, er Árni hafði gert
eða látið gera, týndust, en erfitt að
ætla á um fjölda þeirra eða tjónið í
heild sinni, þótt það hafi verið kann-
að allrækilega.
Atburður þessi fékk að vonum
mjög á Árna, svo að hann varð al-
drei samur maður eftir. Hann reyndi
þó að fylla í skörðin, þar sem þess
var nokkur kostur, og skrifaði
mönnum, er hann hélt, að enn
mundu eiga handrit í fórum sínum.
En starfi Árna Magnússonar var
nú að verða lokið, því að hann lézt
aðeins rúmu ári eftir brunann, 7.
janúar 1730.
Einum eða tveimur dögum fyrir
andlát sitt arfleiddi Árni Kaup-
mannahafnarháskóla að safni sínu
og flestum eignum, en fól vinum
sínum tveimur, er hvött höfðu hann
þessa, að ganga frá málum þessum
að öðru leyti. En 30 ár liðu, áður
en lag kæmist á. Var þá með kon-
ungsúrskurði ákveðið, að vöxtum af
gjöf Árna skyldi varið til styrktar
tveimur íslenzkum námsmönnum til
fræðaiðkana við safnið, en jafnframt
til greiðslu á útgáfum handrita þess.
Tveir ráðamenn voru kosnir til
að sjá um framkvæmdir, en höfðu
engu komið í verk eftir 12 ár. Var
þá breytt til og kosin 6 manna nefnd,
og hófst hún þegar handa. Eru þau
rit nú orðin mörg og merk, er gefin
hafa verið út á vegum Árnanefndar,
og margur fræðimaðurinn setið þar
við niðandi vötn íslenzkrar tungu.
Á árunum 1888—94 var prentuð
skrá yfir handrit Árnasafns, í tveim-
ur bindum. Eru þar talin um 2600
handrit og bróðurparturinn að sjálf-
sögðu íslenzkur. Af öðrum hand-
ritum er þar mest af norskum, þá
dönskum, þýzkum o. s. frv., því að
Árni batt söfnun sína ekki einvörð-
ungu við íslenzk handrit. Þá hafa
safninu bætzt þó nokkur handrit
eftir daga Árna og sum þeirra
merkileg. Jón Helgason, prófessor
við Hafnarháskóla, gerði fyrir
nokkrum árum skrá yfir handrit
Árnasafns, er birt var aftan við álit
nefndar þeirrar, er danska kennslu-
málaráðuneytið skipaði árið 1947 til
þess að íhuga handritakröfur ís-
lendinga og gera tillögur um svar
við þeim. Þessa skrá hef ég því
miður ekki séð.
Árni Magnússon var eins og fyrr
segir langstórvirkasti safnandi ís-
lenzkra handrita og um þekkingu og
skilning á bókmenntum íslendinga
og sögu langt á undan samtíð sinni,
svo að sumar skoðanir hans eru nú
fyrst að öðlast fulla viðurkenningu.
Um afdrif íslenzkra handrita,
hefðu þau aldrei verið flutt úr landi,
getur enginn sagt. Auðvitað stóð
þjóðin miklu fátækari eftir, þar sem
hún hafði verið rúin því, er verið
hafði henni bæði matur og drykkur
í aldaraðir. En handritunum, einkum
skinnhandritunum, var mikil hætta
búin, er pappírinn og prentaðar
bækur komu til skjalanna. Sagan,
skemmtunin, var aðalatriðið, en ekki
efnið, sem hún var skráð á. Hafa
þannig mörg skinnhandrit verið
lögð fyrir róða, er búið var að koma
efni þeirra á pappír. Fátækt var