Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 58
40
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Því óttinn við hina, að sig drepi úr dróma,
skal dag og nótt kvelja þá allt fram í góma.
☆ ☆ ☆
Þó skáldið sem frelsinu lof söng sje liðinn
þá lifa samt tónarnir — hlustaðu á kliðinn.
Það er útfararsöngur alls manndóms í mönnum,
að moka on’í gröf er alt þrœlslið í önnum.
í austri, í vestri þeir annan söng hefja:
Burt alt nema þýlyndið — manndáð skal kefja.
Svo lyppast þeir áfram — það hringlar í hlekkjum —
með hryggina kengbeygða af þrœldómi í sekkjum.
Já, þarna er hún, sjáðu, sú „frelsandi Framtíð“,
hún fæddi hana af sjer vor Ijúgandi Samtíð.
Og Heimska og Ragmenska — á þeim var nú þörfin —
voru þœr sem að unnu hjer Ijósmóðurstörfin.
Nú áfram, þú tvífættra sauðkinda sœgur,
í sögunni verðurðu að endemum frœgur.
Sú stjórn er þú lýtur og styður og fórnar,
og stjett þín, er fjelagið. — Þar er nú stjórnað!
Þar mýla og teyma þig þýlyndis-þrjótar.
Það eru þrœlar á stalli þau goð sem þú blótar.
Þeir gintu þig, lugu að þjer, heimskingja hópur,
og hundflatur lagðist og skreið þá hver glópur.
Og því sem að ærlegt var í þjer, er sálgað,
ef á þjer sást mannsbragð, á burt var það tálgað.
Hver snefill af mannrœnu er máttvana og kalinn,
því Marx hefir sigrað og Hitler og Stalin.