Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 59
ÞRJÚ KVÆÐI
41
HÚSIÐ MITT
Jeg bygði hús á bernsku minnar slóð,
við barðið grœna vegg úr torfi hlóð
og gerði þak úr skógarhrísi og hnausum;
mjer fanst að reist jeg hefði mikla höll,
er héðan yfir runnakjarr og völl
úr dyrunum jeg horfði hurðarlausum.
Og sextíu árum síðar kom jeg þar,
jeg sá og mundi glögt hvar húsið var;
en hvar var mynd af hœð þess, stœrð og lagi?
Þar sást ei rúst — því í var enginn steinn —
og ekki lengur fúakvistur neinn,
það alt var blásið burt úr moldarflagi.
Þá varð mjer þungt í hug að horfa á
og hvergi örmul verka minna sjá;
jeg sá þau fokin út í vind og veður,
Að sjá sig hafa unnið einskis til
og ekki á Ijeðu pundi staðið skil,
það er sú sjón, sem ekki hugann gleður.
Jeg húsið átti að hlaða steinum úr
og herða í deigulmó ’inn trausta múr,
í þakið átti hellubjörg að hafa.
Það hefði eflaust hrunið fyrir því,
en horfið naumast veðurblásning í,
því vindar ekki björgin burtu skafa.
Jeg hafði hvorki vit til þess nje þrek,
í þakið fjekkst ei efni nema sprek
og björg í veggi var ei Ijett að finna;
þau voru til, en aðeins fjarlœgð í,
að afla þeirra — eg megnaði ekki því —
þau voru ei hæfi veikra arma minna.
Úr steinum reist, þó hryndi húsið mitt
það hefði lengi mint á bólið sitt
og þögult ögrað þjer að byggja og starfa
og gera betur gert en hafði jeg,
þá gat það þannig sýnt þjer rjettan veg;
þá unnið hefði eg, óbeint samt, til þarfa.