Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 63
ÍSLENZK HELGIKVÆÐI Á MIÐÖLDUM
45
orustum hans, og vel fæddum
hröfnum, örnum og úlfum, sem eiga
kviðfylli honum að þakka. Einar
gleymir ekki heldur að minnast á
skáldahlut sinn, bæði í þessu lífi og
hinu ókomna! Kvæðið var flutt í
Kristskirkju í Niðarósi 1153 (eða
veturinn 1153—54).
Fyrsta erindi úr Geisla:
Eins má óð ok bænir
allsráðanda ens snjalla,
mjök er fróðr, sá er getr góða,
Guðs kenning mér kenna;
göfugt Ijós boðar geisli
gunnöflugr miskunnar
ágætan býð ek ítrum
Ólafi brag sólar.
Til eru brot af Jóns drápu postula
°g Krists drápu (?) eftir Nikulás
Kergsson, ábóta á Munkaþverá,
ferðamann mikinn, er kom heim úr
Phagrímsferð til Róms og Jerúsalem
1154 og dó 1159. Brotin bera vott um
fyrirmyndunar kenningu (præfigu-
ratio) kaþólsku kirkjunnar, sem al-
§eng var á miðöldum.
Harmsól (65 erindi hrynhend) er
hrápa um Eirist, sól sorgar, ort af
Gamla kanoka 1 Þykkvabæjar-
klaustri (stofnað 1168). Höfundurinn
er iðrandi, en veltir sér ekki í synd-
Urn sínum; hugleiðingar hans um
■Krist ná hámarki þar sem hann lýsir
endurkomu hans á dómsdegi, og er
þá syndurum ráð að vara sig.
Minnzt hefur verið á kenningar hans
hér að framan; þær eru margar.
Kvæðinu lýkur með bæn til lesand-
ans að biðja fyrir sál höfundarins.
Fyrsta erindi úr Harmsól:
Hár stillir, lúk heilli,
hreggtjalda, mér, aldir,
upp, þú er allar skaptir,
óðborgar hlið góðu,
mjúk svá at mœtti auka
mál gnýlundum stála
miska bót af mætu
mín fulltingi þínu.
Plácítusdrápa (ekki alveg heil)
segir mjög vinsæla helgisögu á mið-
öldunum um langreyndan mann,
sem Drottinn sviptir konu og sonum,
en lætur fjölskylduna hittast að
leikslokum, ekki til þess að njótast,
heldur til þess að deyja píslarvættis-
dauða. Kvæðið er fullt af kenning-
um, og töldu eldri fræðimenn það
fyrir þá sök að líkindum eldra en
Geisla, en de Vries hyggur að það
sé þess vegna yngra (frá því um
1180). Kvæðið hefur geymzt í hand-
riti frá því um 1200.
Af því að fyrsta erindi drápunnar
er ekki heilt, skal ég gefa 6. erindi
með nöfnum sona Plácítúsar:
Snjallr gat örr frá illu
Evstákíús váknat;
kván réð þegns at þjóna
Þeópista vel Kristi;
ungr nam atferð drengja
Ágapítús fága;
þýðr né þengils lýða
Þéópistus trú missti.
Leiðarvxsan (45 erindi) er drápa
ort til dýrðar sunnudeginum og á að
skýra uppruna helginnar á þeim
degi. Þar segir frá himna-bréfi, sem
féll til jarðar á sunnudegi í Jerú-
salem (Jórsölum) og bauð helgi
dagsins. Til að styðja málið telur
kvæðið upp fjölda af merkilegum