Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 74
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
svo miklu veraldarhnjaski frá því
líklega á tólftu öld í dönsum, rímum
og sagnadönsum, að kirkjunnar
mönnum þótti hún óhæf til heilagra
kvæða og hymna, þar til Guðbrand-
ur biskup innleiddi biblíurímur til
þess að útrýma illu með illu á
hómópatiskan hátt. Framvindan í
þessu efni virðist hafa verið önnur
en annars staðar á Norðurlöndum.
Þar var ferskeytlan notuð — hver
sem uppruni hennar kann að hafa
verið — til þess að segja helgisögur,
eins og þjóðvísur á Norðurlöndum
bera beztan vott um. Á hinn bóginn
er það líklega vegna þess að am-
brósíanska ferskeytlan lifði sem
helgikvæðaform á Norðurlöndum,
að þar virðast menn hafa haft miklu
minni tilhneigingu til að reyna aðra
og fjölbreyttari hymnahætti heldur
en úti á íslandi. — Því það er varla
fyrr en eftir siðaskipti að hinir fjöl-
breyttu hættir fara að ryðja sér
til rúms á Norðurlöndum.
Af öðrum vinsælum latneskum
háttum má nefna Pange lingua
gloriosi í gerð Tómasar af Aquinas
(d. 1274):*)
Pange, lingua gloriosi
Corporis mysterium
Sanguinisque pretiosi,
Quem in mundi pretium
Fructus ventris generosi
Rex effudit gentium.
*) Rímlaus er hátturinn miklu eldri.
Svo yrklr Venantius Fortunatus (d. eftir
600):
Pange, lingua, gloriosi
proelium certaminis
)ít super crucis tropaeo,
dic triumphum nobilem,
Qualiter redemptor orbis
immolatus vicerit.
Hátturinn var notaður í Agnesar-
dikti:
Hœstur Guð með heiðri skapti
hans er valdið himnum á
eina mey af miklum krafti
milding hóf svo villu frá
seggjum linar hún synda hafti
signuð jómfrú Agnesá.
En þýðingin Tunga mín af hjarta
hljóði var ekki gerð fyrr en eftir
siðaskipti. Vinsæll og frægur var
líka hátturinn, sem Pétur Damíanus
hafði notað þegar á 11. öld en varð
fyrst nafntogaður í kvæði eftir
Archipoeta (d. um 1140):
Mihi (eða: meum) est propositum
in taberna mori,
Vinum sit appositum
morientis ori,
Ut dicant cum venerint
angelorum chori,
‘Deus sit propitius
huic potatori’
Hann er notaður ekki aðeins í ís-
lenzk-latneskum Þorláks- og Jóns-
tíðum (um 1300) en líka í Dýrðar-
legast dyggða blóm (þýtt úr latnesk-
um hymna í Analecta hymnica
XXXII, bls. 166):
Dýrðarlegast dyggða blóm
domina coelorum
Móðir Guðs og meyjan fróm
medela reorum
Sekra hlíf að sönnum dóm
salus anxiorum
Heyr þú prúðust píslar róm
preces famulorum.
Sex helgikvæði eru undir háttum
sem ég hefi fundið eins eða nálega