Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 81
ÍSLENZK HELGIKVÆÐI Á MIÐÖLDUM
63
Hnigna tekur heims magn;
hvar finnur vin sinn?
Fær margur falsbjörg,
forsómar manndóm.
Tryggðin er trylld sögð,
en trúin gerist veik nú.
Drepinn kalla eg drengskap,
en dyggð er rekin í óbyggð.
minna á dansagerðirnar í Sturlungu,
stundum undir sömu, stundum
undir nýrri háttum:
Til fylgdar hefur hann fengið
prestinn síra Björn
og svo bóndann Ara;
það eru engin börn.
Fyrir utan rímurnar, Hektors
rímur, sem hann orti í félagi við
Sigurð blind, orti hann allmargar
lausavísur, hinar fyrstu þeirrar
tegundar, sem geymzt hafa eftir
n®r tveggja alda þögn frá því á
Sturlungaöld. Vísuna um hestinn
Móaling hefur hann ort ungur, hún
er merk vegna þess að hún er fyrsta
hestavísan sem geymzt hefur, og
segir ekki af hestavísum síðan fyrr
en Stefán Ólafsson opnar flóðgáttir
^yrir þeim í sínum kveðskap. En
mest af lausavísum biskupsins eru
giettur eða meinhæðnar stökur er
ann yrkir um veröldina, óvini sína
°§ jafnvel sjálfan sig. Sumar þeirra
Þessi er nýrri; ber keim af viki-
vökunum sem koma áttu:
Víkr hann sér í Viðeyjarklaustur,
víða trúi eg hann svamli, hinn gamli;
við Dani var hann djarfr og hraustr,
dreifði hann þeim í flœðar flaustr
með brauki og bramli.
Karlmannleg er síðasta vísa Jóns
Arasonar og engin grátraust í henni
þótt beizk sé:
Vondslega hefir oss veröldin blekkt,
vélað og tælt oss nógu frekt,
ef eg skal dæmdur af danskri slekt
og deyja svo fyrir kóngsins mekt.
☆ ☆ ☆
Haustlauf
o-ufin fjúka, laufin fjúka,
i-tverp strjúka vanga mjúka,
en þau vita ekki hvert —
eftir skilja limið bert.
Önnur hanga, önnur hanga
álms á vanga daga langa,
leiðist eftir lausnar stund,
langar á hinna blaða fund.
Ei þau skynja, ei þau skynja,
að þau hrynja, er veðrin dynja,
og að lífs er endað svið,
er þau kvistinn skiljast við.
G. J.