Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Qupperneq 84
PRÓFESSOR RICHARD BECK:
Á fornum feðraslóðum
(Nokkrar minningar úr Norogsíör sumarið 1054)
Forspjall
Síðastliðið sumar rættist á ógleym-
anlegan hátt margra ára gamall
draumur okkar hjóna um að heim-
sækja ættjörðina, ættarstöðvar þar,
og fornar feðraslóðir annars staðar á
Norðurlöndum. Verður ferðum okk-
ar í Noregi sérstaklega lýst í frá-
sögn þessari, en sumardvölinni at-
burðaríku á íslandi og hinum fram-
úrskarandi viðtökum þar hefi ég
fastlega í huga að lýsa ýtarlega á
öðrum stað, og gildir hið sama um
viðdvöl okkar í Kaupmannahöfn og
heimsóknina til háskólabæjarins í
Lundi í Svíþjóð.
Seint í júlí tókum við okkur fari
með „Gullfossi11 frá Reykjavík til
Kaupmannahafnar, með stuttri við-
komu í Leith í Skotlandi, hafnar-
borg Edinborgar. Er „Gullfoss“ hið
ágætasta farþegaskip og aðbúnaður
allur prýðilegur. Nutum við einnig
frábærrar vinsemdar og umhyggju
af hálfu skipstjórans, Jóns Sigurðs-
sonar, annarra yfirmanna og skips-
hafnarinnar í heild sinni. Samferða-
fólkið var ennfremur hið ákjósan-
legasta, og sjóferð þessi því um allt
hin ánægjulegasta.
Til Kaupmannahafnar var komið
að morgni, en að kvöldi sama dags
héldum við áfram ferðinni rakleitt
til Oslóar, og komum þangað
snemma næsta dag. Er umhverfi
borgarinnar hýrt og milt á svip, því
að hún er mjög fagurlega í sveit sett
í hæðafaðmi sínum við samnefndan
fjörð.
í Osló
Osló er eigi aðeins mannmörg
borg (íbúatalan um 450,000, að út-
hverfum meðtöldum) og mikil að
víðáttu, heldur einnig að sama skapi
miðstöð menningar, eins og höfuð-
borg sæmir, auðug að minjasöfnum
og menntastofnunum. Þá rúmu viku,
sem við dvöldum þar að þessu sinni,
notuðum við, eftir því, er tími leyfði,
til þess að skoða merka sögustaði og
menntasetur innan vébanda borgar-
innar.
Áður en lengra er farið skal þess
þakklátlega getið, að við áttum þar
í borg, sem annars staðar í Noregi,
hinum ágætustu viðtökum að fagna
bæði af hálfu opinberra aðila og
norsks vinafólks, og tekur það sér-
staklega til Arne Kildal bóka-
varðar og framkvæmdarstjóra
Bandalags Norðmanna (NordmannS-
Forbundet) og frú Helgu, og ann-
arra embættismanna þess félags-
skapar, og til þeirra dr. phil. Tor-
steins Höverstad og frúar hans, er
ekkert létu ógert til þess að gera
okkur dvölina í Osló sem ánægju'
legasta.
Enginn, er til Oslóar kemur og a