Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 86
68
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
daga. 1 byggingasafni þessu getur
einnig að líta eina af hinum merku
og sérstæðu norsku stafakirkjum, og
er hún komin í safnið úr Hallingdal,
er Haddingjadalur nefnist í fornum
sögum.
í safninu á Byggðey skipar einnig
virðingarsess vinnustofa Henriks
Ibsen, leikritaskáldsins heimsfræga.
Hver sá, er þekkir til djúpúðugra
verka hins mikla skálds, sér hann
fyrir hugskotssjónum við skrifborð
sitt, og finnur nálægð hans arn-
fleyga anda. Voru okkur hjónum
einnig verk hans sérstaklega fersk í
minni fyrir það, að við höfðum
stuttu áður séð leikrit hans Villi-
öndina afburðavel leikið í Þjóðleik-
húsinu í Reykjavík, og urðum einnig
þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá
leikrit hans Brúðuhúsið leikið af
sömu snilld í Þjóðleikhúsinu í Osló.
Fjöldamörg önnur merkileg söfn
skoðuðum við í Osló, minja- og lista-
söfn, en svipmest og einstæðast
hinna síðarnefndu er Vigelands-
garðurinn, hið stórbrotna högg-
myndasafn Gustav Vigelands, en
bæjarstjórn Oslóborgar fékk lista-
manninum til umráða heilan trjá-
garð, og sýndi með því fágæta for-
sjálni, því að með þeim hætti naut
snillingurinn fyllsta frjálsræðis. til
þess að samræma umhverfið verk-
um sínum. Hinum táknrænu högg-
myndum hans verður eigi að gagni
lýst með orðum einum, en tvennt er
það, sem sérstaklega dregur að sér
athygli áhorfenda í Vigelandsgarð-
inum: Gosbrunnurinn, frumleg og
skáldleg táknmynd af lífi manna frá
vöggu til grafar, og Steinsúlan
Steinsúlan í Vigelandsgarðinum
mikla, sem ágætlega hefir lýst verið
á þessa leið:
„í hinni risavöxnu steinsúlu, sem
Vigeland vann að árin 1919—1924,
blandast saman á merkilegan hátt
einkenni fyrri „lífsmynda“ hans. í
þessu stórfenglega verki, þar sem
á annað hundrað mannamyndir eru
slungnar utan um 17 metra háa súlu,
lýsir hann miskunnarlausri lífsbar-
áttunni, en um leið þrá mannkyns-
ins til hæða, til fullkomnunar, til
Guðs.
Hér er um að ræða háfleygt við-
fangsefni, víðfeðmt, stórbrotið,
steypt í listræna heild. Með formi
sínu, svip og mikilleik, verður þessi
mikla súla hátindurinn í minninga'
garðinum við Frogner.11 (Hans P-
Lödrup: „Gustav Vigeland11, Morg-
unblaðið, 20. júlí 1947).