Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 87
A FORNUM FEÐRASLÓÐUM
69
Ekki eru samt allir á einu máli um
list Vigelands, en hverjum augum,
sem menn kunna að líta á hana,
^iun hún fáa láta ósnortna, svo
voldug er hún og áhrifarík. Og það
eitt er víst, að hún ber vitni frá-
bserri skapandi gáfu og jafn fágæt-
um stórhug í verki.
En það eru ekki aðeins hinar
morgu menningarstofnanir, er hér
hefir að nokkuru verið getið, sem
§era Oslóborg komumönnum þang-
að sérstaklega minnisstæða, heldur
einnig borgin sjálf, og þá ekki síður
hið fagra umhverfi hennar. Útsýnis-
ins yfir það nutum við til fulls sól-
skinsbjartan ágústdag, er við stóð-
Urn á Holmenkollen fyrir ofan borg-
1Ila, þar sem háð er árlega hin víð-
ffæga samkeppni í skíðastökki, að
yiðstöddum mörgum tugþúsundum
ehorfenda. Há og brött er sú skíða-
raut, og ekki heiglum hent að bera
Par sigur af hólmi, enda keppa þar
Ufvals skíðastökksmenn einir saman.
, ^ Holnienkollen er einnig, eins og
agætlega sæmir, mikið Skíðasafn og
merkilegt. Eru þar skíði frá ýmsum
lrnurn hvaðanæfa úr Noregi,
skíði
°g
°g annar útbúnaður úr heim-
s autaferðum þeirra garpanna
Uorsku Fridtjofs Nansen og Roalds
..^ásen. Einnig eru hér skíði frá
? rum löndum, meðal þeirra ein
eimagerð skíði íslenzk frá því um
mdamótin.
?*u shíðin á safninu, fundin í
250(f ^ ^es^ur‘Ögðum, eru talin vera
ára gömul, og minnir það á,
v e §amlar í garði skíðafarir eru á
hforðurlöndum.
Á Eiðsvelli
Einn daginn, sem við dvöldum í
Osló í þetta sinn, sýndu þau Bjarni
Ásgeirsson, sendiherra íslands, og
frú Ásta okkur þá miklu vinsemd að
bjóða okkur í bílferð með sér norður
til Eiðsvallar. Mun sú ferð okkur
lengi í minni lifa, enda stuðlaði allt
að því að gera hana sem ánægju-
legasta: sumarveðrið eins ákjósan-
legt og verið gat, ágætur vegur,
landslagið umhverfis Osló og allt til
Eiðsvallar hið fegursta, að ógleymd-
um hinum skemmtilegu förunaut-
um, þar sem voru sendiherrahjónin.
Þá voru viðtökurnar af hálfu þeirra
Jörgen Matthiesen gósseiganda að
Eiðsvelli og frúar hans hinar höfð-
inglegustu.
Eiðsvöllur er, eins og kunnugt er,
mesti helgistaður norsku þjóðarinn-
ar, því að þar var háður hinn sögu-
legi þjóðfundur Norðmanna og sam-
þykkt stjórnarskrá þeirra vorið 1814,
sem þeir minnast síðan árlega, innan
Noregs og utan, með virðulegum há-
tíðahöldum 17. maí.
Þjóðfundurinn var haldinn í Eiðs-
vallabyggingunni, sem enn stendur
óbreytt og hefir nú um margra ára
skeið verið minjasafn, sérstaklega
helgað hinum söguríku atburðum,
er þar gerðust vordagana 1814. Var
það lærdómsríkt og áhrifamikið í
senn að ganga úr einu herbergi í
annað undir handleiðslu þeirra safn-
varðarins og Matthiesens gósseig-
anda, sem báðir eru þaulkunnugir
sögu byggingarinnar.
Minnisstæðust verður okkur að
vonum koman í sjálfan þingsalinn,
sem er á efri hæð hússins; meðfram
veggjunum eru þrjár raðir lang-