Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 90

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 90
72 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA í Reyrósi er stór og merkileg kirkja, enda er hún kölluð „Dóm- kirkja hásléttunnar“. Er kirkja þessi meðal annars sérkennileg fyrir það, að prédikunarstóllinn er beint yfir altarinu, en það gerist nú mjög sjaldgæft. Skoðuðum við að sjálf- sögðu þetta merka guðshús, og nut- um þar ágætrar leiðsagnair kirkju- varðarins, er kunni sögu hennar á fingrum sér og sagði hana með á- hrifamiklum virðuleika. Að lokum safnaðist ferðamannahópurinn sam- an í kórlofti kirkjunnar umhverfis orgelið, sem er beint uppi yfir pré- dikunarstólnum; lék 12 ára gamall piltur undir á hljóðfærið, en allir sungu fyrsta erindi hins gamla píla- grímssálms „Fögur er foldin“. Hafa orð sálmsins, „Kynslóðir koma, kyn- slóðir fara, allar sömu ævigöng", sjaldan tekið mig eins sterkum tökum og þau gerðu þessa hátíð- legu stund í Dómkirkju þeirra námumannanna norsku. Hörð lífs- barátta þeirra stóð mér lifandi fyrir augum, og ég varð eitt með líðandi og stríðandi kynslóðum horfinnar tíðar. Aðaltilefni farar okkar til Reyróss var að heimsækja góðvin minn, Johan Falkberget rithöfund; að vísu hafði fundum okkar eigi borið sam- an áður, en bréf höfðu iðulega farið okkar í milli síðustu tvo áratugi, og einnig hafði ég kynnzt honum í skáldverkum hans, sem lengi hafa verið mér mjög hugstæð. Fyrri dag- inn, sem við dvöldum í Reyrósi, sótti Falkberget okkur í bíl sínum ásamt tengdasyni sínum og ók okk- ur heim til sín, en hann býr á föður- leifð sinni skammt frá námubænum. Er hann af námumannaættum kom- inn og var sjálfur námuverkamaður frá því snemma á æskuárum og fram eftir aldri. Hann skipar einnig sérstöðu í norskum bókmenntum fyrir skáldsögur sínar um námu- verkamennina norsku, þar sem hann túlkar sögu þeirra og líf af víð- tækri þekkingu, djúpskyggni og samúð. (Sjá grein mína: „Rithöf- undurinn Johan Falkberget sjö- tugur,“ Eimreiðin, 3.—4. hefti 1950). Áttum við hinum höfðinglegustu og ástúðlegustu viðtökum að fagna hjá þeim Johan Falkberget og frú Önnu, og dvöldum þar allan seinni hluta dagsins. Var mikill gróði að því að kynnast hinum aldurhnigna skáldsnillingi (hann stendur nú á hálf-áttræðu), því að hann er jafn- framt hinn mesti hugsjóna- og mannkostamaður, enda nýtur hann fágætra vinsælda með þjóð sinni. Er heim til Falkberget kom, tjáði hann okkur, að við værum, ásamt þeim hjónum, boðin í kvöldverð til Trygve Lie, fyrrv. framkvæmdar- stjóra Sameinuðu þjóðanna (United Nations) og frú Hjördísar, en þau eiga sumarheimili þar í nágrenninu. Þarf ekki að fjölyrða um það, hve höfðinglegar viðtökurnar voru á heimili þeirra, og var það mjög skemmtilegt og fræðandi um margt að ræða við hinn kunna húsráðanda um heimsmálin og forystumenn í alþjóðamálum, sem hann hafði kynnzt í starfi sínu. Var hann einnig um þær mundir að leggja síðustu hönd á minningar sínar, í þágu frið- arins (á enskunni: In the Cause of Peace), sem nýlega eru komnar út á mörgum tungumálum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.