Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 94
76
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
náttúrufegurð. Stigum við þar á bíl-
ferju, og skiptust nú á langferða-
bílar og bílferjur umhverfis og yfir
Sygnafjörð, unz komið var til Bale-
strand að kvöldi dags.
Sogn er mjög stórbrotin fjalla- og
fjarðabyggð og iýsir Jakob skáld
Thorarensen henm ágætlega í sam-
nefndu kvæði sínu:
Noregs fjarða fjörður,
fjallaramma Sogn,
djúpið œgidjúpa,
deilt í rok og logn;
ofsagjósti ærist
aðra stund þinn sær,
hina lögur Hggur
lygn og hvergi blœr.
Gnapa fjöll og gnœfa;
grund ei mörg þar hlær;
hrikábrattinn hlíða
hauki einum fær.
En allar bjarga bríkur
blómleg ala tré,
eins og meiði á moldu
minnsta þörf ei sé.
Balestrand er einhver allra fjöl-
sóttasti staður í Noregi til sumar-
dvalar, enda er náttúrufegurðin þar
heillandi og svipmikil, og þá ekki
sízt hin töfrandi fjallasýn innan við
bæinn. Hörmuðum við, að þröng
ferðaáætlun okkar leyfði okkur þar
eigi lengri dvöl en fram að hádegi
næsta dag.
Á Balestrand, eða Belaströnd, eins
og nefna mætti hana á íslenzku, eru
íornfrægar sögustöðvar, því að þar
bjó Beli konungur, er réð fyrir
Sygnafylki, en Friðþjófs saga ens
frækna hefir ódauðlegan gert, og þá
Friðþjófur i'rækni ú Vnngsnesi
ekki síður samnefnd söguljóð Esaías
Tegnér, er séra Matthías sneri af
mikilli snilld á íslenzku. Á Bale-
strand stendur mikil stytta af Bela
konungi, en á Vangsnesi, sem nefnist
Framnes í fornum sögum, önnur
stytta, eigi ómerkilegri, af Friðþjófi
frækna. Báðar eru myndastyttur
þessar gefnar byggðinni af Vil-
hjálmi II Þýzkalandskeisara, sem
hafði dálæti mikið á Balestrand og
dvaldi þar oft á sumrum.
Frá Balestrand fórum við síðan
með fjarðaskipinu „Fanaraaken“
(Fannarákin) út allan Sygnafjörð og
síðan suður með strönd til Björgvin
á ný. Hreinviðri var þann dag, en
nokkurt hvassviðri með köflum og
svalt að sama skapi; kynntumst við
því dálítið af eigin reynd veðra-
brigðum þeim, sem Sognsær er
frægur fyrir.