Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 102

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 102
84 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA sem stjarna talaði til stjörnu og ógreinanlegir ómar liðu frá jörðinni út í geiminn; ég hætti að hugsa, öll athygli mín beindist að því einu að hlusta. Mér fannst sem meira en lífið væri undir því komið að geta greint þessa óma og fundið til þeirra sem orða eða skiljanlegra hugsana, en ég gat hvorki hugsað né skilið, ég gat aðeins fundið þá líða í gegn- um mig og fylla mig ólýsanlegri gleði. Ekkert ljótt eða vont var lengur til, allt var samband ástar og friðar; jafnvel snjókornin undir fótum mér önduðu frá sér friði og sælu, og allur geimurinn varð að einu ljósi, og mér fannst ég vera miðpunktur ljóssins og teygjast út til stjarnanna. Ég kom til sjálfs mín aftur við það, að ísinn kipptist til undir fót- um mínum, frostbrestur leið fram hjá eins og þruma, sem barst út í fjarskann. Ég stóð þarna teinréttur yfir holunni með broddinn reiddan til höggs, og andlitið vott af tárum, og svo mikinn hjartslátt, að mér fannst sem brjóstholið væri að rifna. Hversu lengi þetta hafði varað, veit ég ekki; líklega eitt andartak, máske aðeins brot úr sekúndu; ég veit aðeins, að þetta augnablik var mér meira virði en allt mitt liðna líf, ég fann, að tilgangur lífsins er sá, að byggja upp persónu einstakl- ingsins, þar til er hann er fær um að geta orðið aðnjótandi þeirra til- finninga, sem ég hafði orðið var við; ég hafði eitt andartak fundið mið- punkt minnar eigin persónu, sem stóð í sambandi við upphaf ljóssins og lífsins. Jón rauf þögnina, sem varð, þegar Einar hafði lokið sögunni. „Nú skil ég: Þú ert alltaf að vona, að þetta andartak endurtakist; þess vegna sefur þú alltaf uppi á efsta þilfari undir berum himni, þegar gott er veður og stjörnubjart“. „Þetta rifjaðist allt upp fyrir mér“, hélt séra Árni áfram, „þegar ég í dag las bréfið frá Jóni“.------- Skipið var að koma norðan með landi og sigldi fyrir vestan Van- couver eyjuna, af því að það átti að afferma vörur um hundrað mílur fyrir norðvestan Victoria. Þeir Jón og Einar áttu að koma á vakt kl. 6 að morgni, og þegar Jón varð ekki Einars var á réttum tíma, vissi hann, að ekki var allt með felldu, því að Einar lét aldrei á sér standa til að gegna sínu hlutverki. Hann þaut því upp á efsta þilfar, og þar lá Einar örendur með bros á stirðnuðu andlitinu11. „Sagan er góð, séra Árni, og ég þakka þér kærlega fyrir“, sagði ég um leið og ég stóð upp. „Geturðu ekki notað þetta fyrir stólræðu ein- hvern sunnudag?“ Þá hló séra Árni góðlega og inni- lega. „Þú skilur ekki stöðu prestsins, góðurinn minn, honum er betra að fara varlega, ef hann langar til að stytta eða auðvelda götuna til Guðs“-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.