Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 108

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 108
90 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA mörk. Og konan hans að standa nú ein uppi. Hrekjast burtu langa leið. Standa þar í verstu stritvinnu. Höggva í eldinn og bera heim við- inn, gera alt smátt og stórt, og það um háveturinn. Aldrei höfðu þau mætt öðru eins, og var þó margt ekki glæsilegt. Hún hafði kvatt hann í morgun svo glöð og örugg. En hvað hún gat verið glöð og hressandi og svo dugleg og ráðug, og hvað hún var æfinlega hughreystandi. Það var ekki von á betru, hafði hún sagt. Það væri basl fyrir öllum, sem byrjuðu með tvær hendur tómar, en það raknaði fram úr því, ef maður beitti öllum kröftum sínum og léti ekki hugfallast. Honum batn- aði með vorinu. Öll él birta upp um síðir. Það var sjálfsagt bezt að trúa því, en honum fanst það svo afar erfitt að geta fengið sig til þess. Vitaskuld birtu öll él upp um síðir. En birtu þau sum ekki upp of seint. Hann hvarflaði frá þessum hug- leiðingum snöggvast, því það rak á byl og sáldraði snjórykinu inn með hurðinni. Það var gott að hann gekk í þessa hríð svona snemma hefir hann hugsað, því hún hefir ekki lagt á stað út í þetta veður. En hver veit þó. Hún var svo áræðin og kapp- söm. En eftir því sem veðrið hlaut að vera með þessum ofsa og fann- komu, var engum ratandi út á slétt- una eftir að veginum slepti. III. Á gistihúsinu var þvottur og gólfin þvegin. Búið að borga henni dagsverkið og poki beið hennar í ganginum. í honum var ýmislegt, sem kemur sér vel í fátækrahúsum. Það átti að vera henni glaðning um jólin. Húsmóðirin hafði lagt að henni að fara ekki fyr en hríðinni slotaði, en það var ekki við það komandi. Hún snaraði byrðinni á öxl sér brosandi. Þá tók hún eftir því að sjalið, sem hún hafði vafið um höfuð sér var laust, svo hún setti niður pokann til þess að hnýta það betur. Húsfreyja tók pokann og gerði sig líklega til þess að bera hann burtu, en hin bjóst til dyra. Sá þá sú fyrgreinda, að ekki dugði að letja þessa einbeittu konu, sem tók nú aftur fegins hendi við gjöfinni. „Þú snýrð við og kemur aftur, ef þér finst þú ekki geta farið á móti“, sagði gistihúskonan. „Allright“, svaraði hin og hvarf út í bylinn. Það var vonskuveður. Fönnin rauk eins og sædrif, og færðin var orðin vond. Hún gekk hart og kafaði snjóinn sterklega, en pilsin þreyttu hana mikið, því bæði settist svo mikill snjór í þau og svo tóku þau að frjósa, því þau höfðu vöknað við þvottinn. Enginn var þar á ferð nema hún og tveir hrafnar, sem flugu þungt og letilega undan veðr- inu og létu bylinn bera sig til skógar. Alt var jafnlitt, eins og samkemb- ingur úr húmi og snjó. Stórhríð og eyðisléttan alt í kring. Tungl var á lofti, en þess gætti lítið, því loftið var þrungið af snjókomunni. Hugsunin flaug heim — heim í litla bústaðinn, heim til þeirra, sem höfðu húsaskjólið, þó vesælt væri. Hríðin og nóttin gátu ekki vilt um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.