Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 115
bækur
97
skulu hér aðeins þrjár taldar. Á bls.
110 er sagt að Tryggvi Thorsteins-
son, sem hér dvaldi vestra um stund,
hafi unnið við Heimskringlu, en átti
að vera við Lögberg. Fyrsta línan í
Vesturheims listanum er Albert G.
Johnsen en á að lesast Albert C.
Johnson (C. fyrir Christopher).
Neðarlega á bls. 140 stendur Kdeif
á Jökuldal, en á að vera Kleif í
Fljótsdal, o. s. frv.
Að öðru leyti er bókin mesta ger-
semi og nauðsynleg viðbót og upp-
fylling í prentlistarsögu íslands og
Islendinga.
☆ ☆ ☆
Vindhanarnir
(Gömul dæmisaga)
Vindhanar tveir á bæjarburst
buldrandi þutu í hverjum gust.
Annar var gamall, ungur hinn;
alt var í lagi fyrst um sinn.
Svo eftir langa súld og regn
sveiflan þeim gamla varð um megn,
en ungi haninn áfram rann —
aldrei til neinnar þreytu fann.
Þá rauf hinn aldni þögn um sinn:
„Þú ert vindhani, drengur minn,
þú snýst með golu úr öllum áttum,
auðnuleysingja fylgir háttum.
Taktu mitt dœmi, horfðu hátt,
horfðu stöðugt í sömu átt.
Það heldri mönnum hæfir best,
að hafa djúpar rætur fest.“
Gárunginn hló, og hljóp sem fyr:
„Þú heldur kannske, gamli styr,
að villt þú getir samtíð sýn,
þótt sýnist þér það nauðsyn brýn
að dylja, að gigt og gremja og elli
þinn gang og hreysti lagði að velli;
því þó að hljótt sé þinn um veg,
þú ert vindhani eins og ég.
En munurinn eini er aðeins sá,
að áttina sömu bendirðu á
er síðvetrar svalvindur þaut
samstundis og ryðið þig festi á þinni braut.
G. J.