Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Qupperneq 138
120
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
dómari og Dr. Beck tóku þátt í, var
ákveöitS aö skipa þingnefnd til aö athuga
þetta mál og voru þessir skipaðir í laga-
nefndina: W. J. Lindal dómari, séra Ei-
rlkur Brynjólfsson og Dan Lindal.
Fundi frestað til þriðjudagsmorguns
kl. 9.30.
Um kveldið hélt Frón sitt Þrítugasta og
fimmta miðsvetrarmót I Fyrstu lútersku
kirkju og var samkoman afarfjölsótt.
SKEMMTISKRÁ:
OH, CANADA (allir) —
Gunnar Erlendsson við hljóðfærið
Ó, GUÐ VORS LANDS (leikið á píanó)
ÁVARP FORSETA .............Jón Johnson
EINSÖNGUR ............Lorna Stefánsson
1. Á sprengisandi ......S. K. Hall
2. Ólafur reið með björgum fram
—Þjóðlag
3. Tárið .................R. Ray
Undirleik annast Elma Gíslason
KVÆÐI (flutt af H. Thorgrímsson)
—Rósmundur Árnason
EINLEIKUR Á FIÐLU Pálmi Pálmason
1. Rímnalög ...Karl O. Runólfsson
a) Allegro
b) Adante
c) Allegro vivace
2. Rhapsodie .....James E. Forrest
RÆÐA .......Séra Theódór B. Sigurðsson
EINStíNGUR .............Lilja Eylands
1. Söngur spunakonunnar
—Louise Gundmunds
2. The Lotus Flower .....Schumann
Undirleik annast Sigrid Bardal
Eldganila fsaí'olcl — God Save Tlie Queen
Þriðji fundur
þjóðræknisþingsins hófst á þriðjudag-
inn, 23. febr. kl. 10 f. h.
Fundargerð lesin og samþykt með
nokkrum viðbættum leiðréttingum. For-
seti las kveðju frá Dr. Helga Briem, sendi-
herra íslands í Stokkhólmi, og séra Einari
Sturlaugssyni á Patreksfirði.
Reverend Valdimar Eylands,
686 Banning St.
Sendi þinginu óskir um gott og bless-
unarríkt starf og þingmönnum og vinum
Beztu kveðjur og árnaðaróskir.
—Helgi
Þjóðræknisfélagið,
686 Banning St., Winnipeg, Man.
Þakka ógleymanlegar móttökur. ís-
lenzki arfurinn geymist. Lifið heil.
Bróðurkveðjur,
—Sturlaugsson
Var þessum hlýju skeytum fagnað af
þingheimi, og þess sérstaklega minnst að
Dr. Helgi Briem hefir ávalt sent árs-
þingum félagsins heillaskeyti síðan hann
var boðsgestur þingsins fyrir mörgum
árum. Var ritara og forseta falið að svara
kveðjuskeytunum öllum samkvæmt tillögu
Dr. Becks og séra Eiríks Brynjólfssonar.
Skýrsla. útbi’eiðslumálanefndar
1. Þingið þakkar öllum, sem unnið hafa
að útbreiðslumálum á síðastliðnu tímabili.
2. Nefndin væntir þess, að stjórnar-
nefndin hafi sem fyrr samvinnu við deild-
irnar um öflun dagskráratriða á sam-
komum.
3. Nefndin vill minna á tillögur þær,
er fram komu á þingi í fyrra um skipan
sérstakra erindreka I íslendingabyggðum
bæði nær og fjær, og væntir þess, að
stjórnarnefndin láti ekki frest á þvl verða
að hafa samband við áhugafólk I þeim
byggðum, þar sem lítt eða ekki hefur
verið starfað að undanförnu.
Nefndin treystir þvl, að hlutur hinna
fjarlægari deilda, er örðugast eiga um
þingsókn, verði tryggður með nauðsyn-
legum lagabreytingum.
Finnbogi Guðmundsson
Mrs. L. Sveinsson
Mrs. H. A. Sigurdson
Mrs. M. Gunnlaugsson
A. M. Ásgrímsson
Framsögumaður nefndarinnar flutti
glögga greinargerð nefndarinnar I 4 lið-
um og var samþykt að ræða það lið fyrir
lið samkvæmt tillögu Dr. Becks og Mrs-
Backman.
1. liður. Mrs. B. E. Johnson lagði til að
hann væri samþykktur, margir studdu,
og var liðurinn borinn upp og samþykktur.
2. liður. Dr. Beck lagði til að liðurinn
væri samþykktur, Friðrik Nordal studdi-
Jón Jónsson, forseti Fróns, spurðist fyrir
um það, hvort liðurinn þýddi, að stjórnar-
nefnd Þjóðræknisfélagsins vildi segja
deildum fyrir verkum varðandi skemmtl-
skrár á fundum þeirra. Próf. Finnbogi
skýrði fyrir honum, að hér væri aðeins
um tilboð um aðstoð og samvinnu að
ræða og væri þvl engin ástæða til ao
óttast þetta, og var liðurinn samþykktur.
3. liður. Tillaga Ólafs Hallssonar, studn
af mörgum, að hann væri samþykktui-
Dr. Beck tók til máls og kvað margar
deildir þurfa á hvatning og leiðsögn a
halda og væri æskilegt að stjórnarnefndar-
menn félagsins gætu heimsótt deildir, sem
standa á höilum fæti. Sagði hann að slf <
væri algeng venja hjá samskonar félög"
um eins og til dæmis Sons of Nor\vay>
hefði það félag sérstakan útbreiðslustjórai
Field Secretary, er væri borgað kaup fyr
útbreiðslustarf sitt, en þvl miður mýn
slfk ráðstöfun ókleyf ÞjóðræknisfélaginU'
Þessi liður var samþykktur. ,
4. liður var samþykktur samkvsemt 1