Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 140

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 140
122 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þatt í störfum þess. Flutti hann álit nefnd- ar sinnar í 10 liöum og geröi ýtarlega greinargerÖ fyrir hverjum lið. Mrs. Backman lagöi til og Dr. Beck stunddi aÖ nefndarálitiÖ yrði rætt lið fyrir lið. 1., 2. og 3. liður samþyktir með smá- vægilegum breytingum. 4. liður samþyktur, en með hliðsjón af honum mæltist Dr. Beck til þess, að stjórnarnefnd grennslaðist eftir þvf, hvort styrlcur Háskóla íslands, er stóð vestur- íslenzkum námsmönnum til boða, væri enn í gildi. 5. liður samþykktur án breytinga. 6. liður var ræddur allýtarlega. Mrs. S. E. Björnsson rakti sögu þessa máls frá byrjun og las bréf frá skógræktarstjóra íslands, Hákoni Bjarnasyni. Finnbogi prófessor gerði ýmsar athugasemdir við 6. lið og var skýrslunni vísað aftur til nefndarinnar til frekari athugunar. Nokkur orð um Skógræktarmálið Greinargerð frú Marju Björnsson Saga þessa máls er nú stutt, enn sem komið er og því að sjálfsögðu ekki tíma- frek, en hún er f stuttu máli þessi. Fyrir þrem árum gerði þjóðræknisþingið sam- þykt um að veita 5000.00 kr. til þess að byrjun yrði gerð á því að rækta skóg f nafni Vestur-íslendinga á Islandi, og yrði helzt til þess valinn blettur á Þingvöllum. Á þinginu, sem þetta var gert, voru undir- tektir svo góðar að málið fékk eindregið fylgi, þvf hér var verið að ræða um að hlúa að gamla landinu, sem ávalt hefir verið og er enn áhugamál fjölda íslend- inga hér vestra. En síðan þetta var hafa tvö ársþing verið haldin f Þjóðræknis- félaginu, og mér er ekki kunnugt um að neitt hafi gerzt f þessu máli frekar. Vil ég því vinsamlega mælast til þess, að þetta mál verði að nýju tekið upp á þessu þingi og ákvarðanir gerðar um framtfðarmögu- leika á áframhaldandi styrk héðan að vestan til þess að starf það, sem þegar var hafið á sfðastliðnu vori, geti haldið áfram. Ég hefi með höndum bréf frá skógræktarstjóra íslands, Hákon Bjarna- syni, þar sem hann segir frá aðalfundi Skógræktarfélagsins, sem haldinn var að Laugarvatni 4. og 5. júlí 19 53. Var þar skýrt frá gróðursetningu á trjáplöntum í lund Vestur-lslendinga á Þingvöllum fyrir þær 5000.00 kr., sem sendar voru hingað af stjórn Þjóðræknisfélagsins. Þar var eftirfarandi ályktun gerð: „Fundurinn vill biðja ykkur að færa Þjóðræknisfélagi Vestur-lslendinga beztu þákkir fyrir framlag þess til skógræktar- lundar á Þingvöllum". Lundur þessi er neðst f hallanum ofan frá Hrafnagjá, um það bil 1000 metra frá þjóðveginum, á ágætum og skjólgððum stað. Þar voru nú gróðursettar 3000 plönt- ur í vor, og til þess fór öll upphæðin, sem send var, en ég slcal sjá til þess að meira verði gróðursett í lundinum á vori kom- anda, hvort sem áframhald verður á til- lagi félagsins eða ekki. Við höfum ætlað Vestur-lslendingum a. m. k. 5 hektara lands og má stækka það, ef þess væri óskað". Virðist þannig góð byrjun hafin nú þeg- ar á okkar skógrækt, en jafnframt er það augljóst, að áframhaldið útheimtir meiri styrk frá okkur hér og helzt árlega, ef vel á að fara. Er vonandi að þetta þing komist að fullnaðarniðurstöðu um aðgerðir í þessu efni. Skógræktun er nú orðið eitt hið mesta áhugamál þjóðarinnar, og til þess máls er nú varið talsvert miklu fé árlega. Árið 1951 var ríkisstyrkur til allra skóg- ræktarfélaga á landinu 185.000 kr., en árið 1952 nam hann 250000 kr. og á þvf má sjá, að kostnaður við skógræktunina eykst stórum með hverju ári. Eitt erfiðasta vandamálið hefir frá fyrstu tfð verið fræöflunin, og hafa ferða- lög f því efni verið mjög kostnaðarsöm. Fyrir utan margar ferðir til Norðurlanda hafa íslendingar verið sendir til Alaska og til Suður-Ameríku til fræöflunar. En með þessu mðti hefir fræið fengizt ó- skemmt og orðið að fullum notum. Skóg- ræktarfélög hafa myndast vfðsvegar um landið og árið 1951 voru þau 27 talsins, en árið eftir höfðu þrjú bætzt við töluna og tilheyra þau öll aðalfélaginu, sem nefnist Skógræktarfélag Islands. Engum held ég blandist hugur um, að hér er um mikið framfaramál að ræða, sem viðkemur velferð íslenzku þjóðarinar nú og f allri framtíð. Veit ég þess vegna að við erum öll fús til þess að leggja því lið á þann hátt að það verði til gagns og ánægju bæði fyrir okkur sjálf og þá um- fram allt fyrir þjóðina heima á Islandi. Vil ég þvf mælast til þess, að ráðstafanir verði gerðar á þessu þingi fyrir áframhald- andi þátttöku okkar f skógræktarstarfinu. Reykjavfk, 9. júlí, 1953 Bróf frá skógræktarstjóra íslands Dr. og Mrs. Sveinn E. Björnsson, Minniota, Man., Canada. Kæru hjón, Aðalfundur Skógræktarfélags Islands er nú nýlega afstaðinn. Á fundinum var skýrt frá gróðursetningu trjáplantna f lund Vestur-íslendinga á Þingvöllum fyrir þær kr. 5000, — sem sendar voru hingað af stjórn Þjóðræknisfélagsins. Þar var eftirfarandi ályktun gerð: „Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, haldinn að Laugarvatni dagana 4. og 5. júlf, 1953, þakkar ykkur hjónunum góð afskipti af skógræktarmálum Islands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.