Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 88
70
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Evrópubúa, trú forfeðra þeirra, lög
og siði.
Arngrímur tókst ferð á hendur til
Kaupmannahafnar haustið 1592 í
erindagerðum fyrir Guðbrand
biskup. Þar hafði hann vetursetu og
endurnýjaði kunningsskap við ýmsa
skólabræður sína og kennara. Marg-
ir sóttust eftir að fræðast af honum
um fornfræði. Arngrímur fræddi þá
um margt er snerti ísland, íslend-
inga og fornbókmenntir þeirra. Á
næsta ári skipaði Kristján konung-
ur IV. {1588—1648) prófessor Niels
Krag til þess að rita sögu Dana.
Krag tók á móti handritum sem
Söguritarinn Andrés S. Vedel hafði
safnað á því tímabili sem honum
var falið það starf. Meginið af þeim
handritum var verk Arngríms. Krag
komst bráðlega að því að þau gögn
sem nauðsynleg voru til þess að
framkvæma . þetta verk voru út á
íslandi. Vitanlega hafði Saxo Gram-
maiicus <1114—1206), ritað sögu
Dana í sextán bókfells bókum,
Hisiorica Danica, sem náði fram til
1186, en hún var ekki talin nema að
nokkru leyti ábyggileg.* Niels Krag
‘AlfræSibókin “Americana” hefir þetta
aS segja um Sögu Saxa:.......hinar fyrri
bækur bera mikinn keim af ímynduðum
frásögnum úr fornsögum Danmerkur.
Fyrstu níu bindin geta naumast kallast
ábyggileg." Arngrímur notaSi eingöngu
Islenzk fornrit við samningu bóka sinna.
Vi?5 samningu Sögu Dana notaöi hann
Knytlingasögu, Skjöldungasögu, Heims-
kringlu og aörar lconungasögur, ásamt at-
riðum úr Islendingasögunum. Handrit
Saxa voru týnd I 300 ár, en komu loks I
leitirnar áriö 1500 og voru þá fyrst gefin
út. Fyrstu níu handritin voru þýdd á
ensku og gefin út I tveim stórum bindum
af Norroena Society 1907, I safninu
"Norroena Anglo-Saxon Classics.” í safn-
inu eru 15 stór bindi, og voru níu af þeim
þýdd úr íslenzku. Flestar me'Ö ítarlegum
formálum ásamt löngum athugasemdum.
skrifaði Arngrími og fór þess á leit
að hann safnaði á íslandi fyrir sig
gögnum sem snertu sögu Dana og
sendi sér handrit þess efnis. Arn-
grímur svaraði 'honum að íslending-
ar væru tregir á að láta frá sér hand-
ritin, sem þeir hefðu varðveitt i
mörg hundruð ár sem dýrmætan
fjársjóð; þau væru þaullesin á öllum
heimilum á landinu.
Þar eð Arngrímur hafði aðgang að
íslenzkum fornritum, skipaði Dana-
konungur hann þann 17. apríl 1596
sem aðstoðarsöguritara Dana. Enn-
fremur sendi konungur skipunar-
bréf til Islendinga þess efnis að þeir
skyldu aðstoða Arngrím við verk
hans með því að lána honum bók-
fellsbækur og rit, er snertu Sögu
Dana.
Arngrímur var nú laus við rektors-
stöðuna, en var aftur á móti að-
stoðarmaður Guðbrandar biskups,
sem var, eins og að ofan er sagt,
óhraustur. Tók hann nú rösklega til
starfa, safnaði gögnum fyrir sögu
Dana, rannsakaði heimildir
samdi næsta sumar tvær bækur a
latínu, fremur litlar; Sögu Orkn-
eyja og Sögu Svíþjóðar (sem undir-
stöðu undir Sögu Danmerkur). Þetta
gerði hann til þess að hafa sem víö-
áttumest svið í huga áður en hann
ritaði Sögu Dana. Bækur þessar
sendi hann með haustskipinu ti
Danmerkur árið 1596. Árið eftir rit
aði hann Sögu Noregs og Sögu Dan
merkur; tvær stórar bækur í b°
fellsbandi. Hann sendi þessar bse
ur til Níels Krags um haustið,
gat þess að árangurinn væri naum
ast virði verksins. Til þess að safna
efni í þessar bækur varð hann a