Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 92

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 92
74 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þegar þeir áttu í stríði við Napóleon.* Sökum þess að Arngrímur Jóns- son ritaði allar sínar bækur á latínu, eins og siður var á þeim tíma, höfðu bækur hans ekki mikla útbreiðslu, og sumar voru jafnvel geymdar í handritum um langt tímabil. Ein- ungis latínulærðir menn höfðu af- not af þeim. Halliday Sparling segir í formála sínum að „Völsungasögu“ (sem þýdd var af Eiríki Magnússyni og William Morris): „Það er ekki fyrr en 1770 þegar Percy biskup þýddi “Northern Antiquities” eftir Mallett, að nokkuð þekktist hér (á Englandi) um ísland og fornbók- menntir þess. Aðeins á seinnihluta nítjándu aldar hafa menn reynt að kynnast því, og þó ekki nema að litlu leyti. Samt sem áður er það að skýrast fyrir mönnum, og þeim fer stöðugt fjölgandi, hversu stór- kostlega mikils virði íslenzkan er sem orða forðabúr fyrir enskumæl- andi fólk, og ennfremur að í þjóð- sögum hennar, sögum og ljóðum, er náma af geðþekkri fegurð og mann- gildi, en maður vonar að nú hefjist ný vakning manna á þessu og að áhugi þeirra fari stöðugt vaxandi, og að tungu vorri og bókmenntum megi auðnast að fá aftur það sem kæruleysi og þekkingarleysi hefir næstum því eyðilagt.“ Franski rithöfundurinn, Paul Henry de Mallett lagði sig mikið eftir að kynnast fornbókmenntum vorum. Árið 1755 ritaði hann L'Histoire Denmarca. Formáli þeirr- *HiS frœga Thorkelin ihandrit af "Beawulf” var gefiS út fyrir fjórum árum, endurskoSaS af Próf. Kemp Malone, á Johns Hopkins háskólanum. ar bókar var þýddur á ensku af hin- um velkunna fornfræðingi og rit- höfundi, Thomas Percy, biskupi, (1729—1810). Það er eitt af eldri ritum hans og heitir Northern Anti- quaries, er var gefið út 1770. Percy biskup þýddi ennfremur part af Snorra-Eddu úr latínu og úrval af fornum kvæðum. Hinn alþekti rithöfundur Sir Walter Scott (1771—1832) var hrif- inn af íslenzkum fornbókmenntum, er sýndi sig í því, að þótt hann ritaði meir en flestir rithöfundar, gaf hann sér tíma til að þýða ágrip af Eyrbyggju (The Eyrdwellers) 1814- Þetta ágrip var þýtt úr latínu þýð- ingu Gríms Jónssonar Thorkelins, er hann gerði 1776.* Margir rithöfundar virðast hafa kynnst íslenzkum fornbókmenntum á átjándu og nítjándu öld, en þ° flestir í gegnum latneskar þýðingar. Rithöfundar tóku þar efni í ritverk sín. Þannig er efnið í “The Waif Woman” eftir Robert Louis Steven- son byggt á ofannefndri Islendinga- sögu. Friedrich Karl Fauque ritaði sögu í þremur bindum, sem bygg^ var á Gunnlaugs sögu Ormstungu, og sagan “Helga Und Gunnlaug eftir Bleibtreu og Ezardi í Hanover, sem gefin var út 1875 er grundvöllnð á sömu sögu. Á seinnihluta nítjándu aldar jókst áhugi menntaðra manna, erlendis, fyrir fornbókmenntum íslendinga, en eftir því sem kynning þeirra ox, ♦PjölfræSibókin “Americana” getur í 14. bindi, bls. 634B, og sömuleiSia a. ■ Halldór Hermannsson 1 XXIV. bindi ‘Tslandica.”
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.