Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 92
74
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þegar þeir áttu í stríði við
Napóleon.*
Sökum þess að Arngrímur Jóns-
son ritaði allar sínar bækur á latínu,
eins og siður var á þeim tíma, höfðu
bækur hans ekki mikla útbreiðslu,
og sumar voru jafnvel geymdar í
handritum um langt tímabil. Ein-
ungis latínulærðir menn höfðu af-
not af þeim. Halliday Sparling segir
í formála sínum að „Völsungasögu“
(sem þýdd var af Eiríki Magnússyni
og William Morris): „Það er ekki
fyrr en 1770 þegar Percy biskup
þýddi “Northern Antiquities” eftir
Mallett, að nokkuð þekktist hér (á
Englandi) um ísland og fornbók-
menntir þess. Aðeins á seinnihluta
nítjándu aldar hafa menn reynt að
kynnast því, og þó ekki nema að
litlu leyti. Samt sem áður er það
að skýrast fyrir mönnum, og þeim
fer stöðugt fjölgandi, hversu stór-
kostlega mikils virði íslenzkan er
sem orða forðabúr fyrir enskumæl-
andi fólk, og ennfremur að í þjóð-
sögum hennar, sögum og ljóðum, er
náma af geðþekkri fegurð og mann-
gildi, en maður vonar að nú hefjist
ný vakning manna á þessu og að
áhugi þeirra fari stöðugt vaxandi,
og að tungu vorri og bókmenntum
megi auðnast að fá aftur það sem
kæruleysi og þekkingarleysi hefir
næstum því eyðilagt.“
Franski rithöfundurinn, Paul
Henry de Mallett lagði sig mikið
eftir að kynnast fornbókmenntum
vorum. Árið 1755 ritaði hann
L'Histoire Denmarca. Formáli þeirr-
*HiS frœga Thorkelin ihandrit af
"Beawulf” var gefiS út fyrir fjórum árum,
endurskoSaS af Próf. Kemp Malone, á
Johns Hopkins háskólanum.
ar bókar var þýddur á ensku af hin-
um velkunna fornfræðingi og rit-
höfundi, Thomas Percy, biskupi,
(1729—1810). Það er eitt af eldri
ritum hans og heitir Northern Anti-
quaries, er var gefið út 1770. Percy
biskup þýddi ennfremur part af
Snorra-Eddu úr latínu og úrval af
fornum kvæðum.
Hinn alþekti rithöfundur Sir
Walter Scott (1771—1832) var hrif-
inn af íslenzkum fornbókmenntum,
er sýndi sig í því, að þótt hann ritaði
meir en flestir rithöfundar, gaf
hann sér tíma til að þýða ágrip af
Eyrbyggju (The Eyrdwellers) 1814-
Þetta ágrip var þýtt úr latínu þýð-
ingu Gríms Jónssonar Thorkelins,
er hann gerði 1776.*
Margir rithöfundar virðast hafa
kynnst íslenzkum fornbókmenntum
á átjándu og nítjándu öld, en þ°
flestir í gegnum latneskar þýðingar.
Rithöfundar tóku þar efni í ritverk
sín. Þannig er efnið í “The Waif
Woman” eftir Robert Louis Steven-
son byggt á ofannefndri Islendinga-
sögu. Friedrich Karl Fauque ritaði
sögu í þremur bindum, sem bygg^
var á Gunnlaugs sögu Ormstungu,
og sagan “Helga Und Gunnlaug
eftir Bleibtreu og Ezardi í Hanover,
sem gefin var út 1875 er grundvöllnð
á sömu sögu.
Á seinnihluta nítjándu aldar jókst
áhugi menntaðra manna, erlendis,
fyrir fornbókmenntum íslendinga,
en eftir því sem kynning þeirra ox,
♦PjölfræSibókin “Americana” getur
í 14. bindi, bls. 634B, og sömuleiSia a. ■
Halldór Hermannsson 1 XXIV. bindi
‘Tslandica.”