Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Page 23
^UTTORMUR J. GUTTORMSSON:
Háðleikur atvikanna
1 innflytjendahúsi var hópur flóttamanna,
sem hörmuðu sína ættjörð, sitt frændalið og granna.
Þeir skildu hverir aðra, en ekki landsins þegna,
sem öðru máli fremur en þeirra höfðu að gegna.
Og dapurt var þar inni, þar heyrðist enginn hlátur,
þar heyrðist bara stunur og niðurbældur grátur.
Ei orka mundi þögnin að hylja hjartasárin,
né hvarmar, jafnvel luktir, að innibyrgja tárin.
Þar engu var að fagna, en ótalmargs að sakna.
Frá ömurleik að sofna var ljúft, en raun að vakna
þess vís, að endurplöntun ei veitti sárabætur.
Hver veit hve mikil þjáning er trénu að festa rætur?
Hvort mundi ekki flóttinn að fullu verða að slysi,
í friðarhöfn þótt væri þeim lýst með skæru blysi?
Hvað framtíð bar í skauti af fortíð varð ei ráðið,
en fyrir öllu kviðið og róið fram í gráðið.
Þá heyrðust strengir syngja og tala sínum tungum,
með töfrasprota slegnir af flóttamanni ungum,
þeir heyrðust allir mæla á máli, er allir skildu,
°g meira af svo góðu og fleira heyra vildu.
Af trjágarðinum heima þeir fundu ilminn inni,
hver yndisstund og gleði þeim vaknaði upp í minni,
þeir heyrðu lóur kvaka og svani syngja á tjörnum
°g silfurfossa duna og þungum snúa kvörnum.