Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Síða 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Síða 26
8 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA kunna að meta merkilegan og um margt sérstæðan skáldskap hans í bundnu máli og óbundnu. I. Guttormur J. Guttormsson er fæddur þ. 21 nóvember 1878 að Víði- völlum við íslendingafljót í Nýja íslandi, ekki 5. eða 15. desember eins og áður hefir talið verið. Heimildin fyrir hinum rétta fæðingardegi hans er kirkjubók séra Jóns Bjarnasonar frá prestsþjónustuárum hans í Nýja íslandi, sem er í vörzlum frænda hans, dr. Rúnólfs Marteinssonar í Winnipeg, og skýrir frá því, að Guttormur hafi fæddur verið fyrr- greindan mánaðardag árið 1878 og skírður í heimahúsum (af séra Jóni) þ. 1. desember það ár. (Sbr. formáls- orðin að bæklingi mínum, Gutiorm- ur J. Guiiormsson skáld, er gefinn var út 1 tilefni af sjötugsafmæli skáldsins, Winnipeg, 1949). í þessu sambandi má ennfremur vitna til eftirfarandi ummæla Gutt- orms sjálfs í hinni ágætu grein hans um foreldra hans í bókinni Foreldrar mínir, sem Finnbogi Guð- mundsson gaf út (Reykjavík, 1956): „Á hverju ári hélt móðir mín upp á afmæli okkar bræðra. Afmælum okkar var slegið saman, af því að þau voru bæði í nóvember. Gaf hún okkur afmælisgjafir og bauð ein- hverju af kunningjafólki okkar upp á kaffi og súkkulaði‘.“ — Hér á Guttormur við Vigfús skáld bróður sinn að Lundar, Manitoba, en hann er fæddur þ. 16. nóvember 1874. Guttormur er kominn af traust- um og kunnum austfirzkum ættum, en foreldrar hans voru þau Jón Guttormsson Vigfússonar alþingis- manns eldra frá Arnheiðarstöðum í Fljótsdal og kona hans Pálína Ketilsdóttir frá Bakkagerði í Borg- arfirði eystra, er komu vestur um haf til Ontario 1875, en fluttust stuttu síðar sama ár til Gimli. Fer Guttormur um Gimlidvöl þeirra og flutning þaðan þessum orðum í fyrrnefndri foreldraminningu sinni: „Þau fluttust til Gimli 1875; þar dvöldu þau hinn fyrsta fimbulvetur 1 Nýja íslandi. Vorið eftir fluttust þau norður að Islendingafljóti og settust að á heimilisréttarlandi föður míns, Víðivöllum, og áttu þar heima til æviloka.“ En í umræddri ritgerð Guttorms er eigi aðeins að finna glögga og sonarlega lýsingu á for- eldrum hans, heldur er þar einnig brugðið upp mjög athyglisverðum myndum úr brautryðjenda baráttu þeirra og landnemalífinu almennt; um æsku- og uppvaxtarár skáldsins vísast þá einnig til þessarar fróðlegu ritgerðar hans. Augljóst er af henni, að foreldrar hans hafa bæði verið prýðisvel gefiu og bókhneigð að sama skapi. Um móður sína, er var fríðleikskona, fer Guttormur, meðal annars, þessum orðum: „(Hún) hafði fengið g°^ uppeldi, söngelsk, hafði fagra söng' rödd, las allt, sem hún náði i, ensku og íslenzku. Urðu margir Ú að ljá henni bækur og blöð.“ Au þess var hún skáldmælt vel, eins og sjá má af kvæðum eftir hana, sern komu í Framfara og Leifi. Má Þvr með sanni segja, að Guttormi se skáldgáfan í blóð borin. Föður sínum lýsir Guttormur a þessa leið: „Faðir minn átti fáar frl stundir. Hann vann á sumrum v sögunarmylluna, frá sjö að morg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.