Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Síða 34
16
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
megi á þessu kvæðasafni hans, að
þar gæti hins hugræna og táknræna
í ríkara mæli heldur en í eldri kvæð-
um hans, og ber það sízt að lasta.
Að það hefir réttilega verið lögð
áherzla á bæði af mér og öðrum,
sem ritað hafa um eldri bækur
Guttorms, hve föstum rótum hann,
Kanadamaður að fæðingu, uppvexti
og ævidvöl, stendur í íslenzkum
menningarjarðvegi, og hve frábær-
lega vel hann sameinar í kvæðum
sínum ást bæði á ættlandi og fæð-
ingarlandi sínu. Þetta kemur einnig
glögglega fram í nýjustu kvæðabók
hans, því að hann sækir jöfnum
höndum yrkisefni til þeirra beggja
og syngur þeim, beint og óbeint,
báðum lof í fögrum kvæðum og
drengilegum. Heimsóknin til ís-
lands og átthaganna þar bar eld að
glóðum ræktarsemi hans til ætt-
jarðarinnar, svo að þær slokkna al-
drei í brjósti hans en verma honum
huga til daganna enda og kemur það
eftirminnilega fram í þessum loka-
erindum kvæðaflokksins „Héðan og
handan“:
Andlit sem einu sinni
á árunum birtist mér
er sífellt mér fyrir sjónum
síðan, hvar sem ég er.
Ég sá það var sílýsandi
sólarmegin í geim.
Það upplýsir alltaf síðan
allan minn sjónarheim.
Sem myrkrið sé liðið úr minni,
morgnar á kvöldin strax.
Sóleyjar miðnætursólin
er sólin míns ævidags.
Ekki leynir sér einlægnin í þess-
um aðdáunarríku ljóðlínum skálds-
ins; þær eru sprottnar beint undan
hjartarótum hans, og minna á víð-
fleyg orð Stephans G. Stephans-
sonar:
En svo ert þú, ísland, í eðli mitt fest,
að einungis gröfin oss skilur.
Og þetta er þeim mun eftirtektar-
verðara um Guttorm, fæddan og
alinn upp á erlendri grund, mann,
sem hefir aðeins dvalið sumarlangt
á íslandi einu sinni um ævina. Við-
horf hans til ættjarðarinnar er fag'
ur vitnisburður um það, hve djúpt
hin íslenzka menningararfleifð er
runnin honum í merg og bein; bseði
ætternislega og andlega er hann
„hold af holdi“ og „blóð of blóði
Fjallkonunnar, kynborinn sonur
hennar í fyllstu merkingu orðsinS-
Áhrifin frá þeim erfðum eru einmg>
eins og þegar hefir verið gefið 1
skyn, með mörgum hætti skráð ljosu
letri í kvæðum hans og öðrum rlt'
verkum. Meðferð hans á íslenzku
máli, sem hann beitir ósjaldan 3
sinn frumlega hátt, er eitt sér mjóf?
merkilegt atriði, sem verðugt el'
gaumgæfilegrar athugunar.
í þessari afmælisgrein um Gutt-
orm áttræðan hefir óhjákvæmile£a
verið stiklað á stóru, en þrátt fyrir
það, fær engum dulist, hversu
gætur kjarnakvistur hann er
landareign íslenzkra bókmen11,
beggja megin hafsins. Hann he 1
annars vegar drjúgum dregið n®1
ingu sína úr íslenzkum bókmenJ1
jarðvegi, samhliða því og ska
gáfa hans hefir þroskast við °nun
menningarleg áhrif, og á hinn bog
inn auðgað íslenzkar bókmenntu--