Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Page 36
18
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
NIHIL DE MORTUIS NISI BENE
(Gott eitt um gengna)
Á heilræðum sjaldan er hörgull,
og heilræða flestum er vant.
En skyldi’ ekki skynsamlegt stundum
að skoða þau dálítið grant?
Um framliðna lastmæli’ að forðast
í fyrndinni boðið oss var.
Það var hjartað, en höfuðið ekki,
sem heyrðirðu’ að talaði þar.
Um verknað ef þingmanns skal þegja
og þess er hlaut ráðherradóm,
eins og í upphafi jörðin
auð verður síðan og tóm.
☆ ☆
Ef ræðu þú hefir í hyggju
að halda um framliðinn mann,
þá segðu’ um hann sannleikann allan,
en segðu’ ekki meira en hann.
Því hvort sem að lasti’ eða lofi
þú lýgur (sem unt er með þögn),
hann enn er hinn sami og áður,
en ómerkur þú og slík sögn.
BEZTA GJÖFIN
Sú gjöf sem að hjarta þitt gaf,
væri’ hún gull, eða orð, eða handtak,
hún þín að eilífu’ er eign,
annað alt missa þú skalt.
Nei, vinur, ekki’ einfaldleg eign:
hún ávaxtast, margstækkar, gefin. —
Það eru gjafir þíns hjarta, þess gull,
hjá guði sem skapa þjer auð.