Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Page 37
NOKKUR kvæði
19
HJÚKRUNARKONAN
Já, langsöm er nóttin og lýjandi myrk,
og lífsþrána glæðir hún eigi.
En hjúkrunarkonan er hugprúð og styrk,
og hún fylgir komanda degi.
Með sólskin hún kemur til sjúklingsins inn,
er sárþráði ljósið með ylinn,
með handtökin mjúku og hlýleikann sinn,
sem hvergi varð frá henni skilinn.
Hve ljettara og bjartara lífið þá er,
hve læknandi hjartagulls-varminn.
Sem engill hún kemur, sem engill hún fer,
en eftir er minninga-bjarminn.
ÞAGNARBLÆR
í blómskrúð vorsins býr sig tún og haginn
og blikar sjórinn rjómalogni í,
af söngvum loftið ómar allan daginn,
en eg er hljóður, sönglaus fyrir því.
Um fegurð þá, er fyr jeg mærði í ljóðum
og fegurð vorsins jafnvel ekki nær,
jeg kveð ei lengur, en í huga hljóðum
jeg hlúi að minning sem er ljúf og kær.
Jeg dvel svo oft við tíma löngu liðinn.
—Og liðinn gleymist okkar dagur senn. —
1 andblæ haustsins heyri’ jeg æskukliðinn
af hljómum vorsins. Svo þeir lifa enn.