Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Page 38
20
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
EÐLISLÖG
Sá vandi og sú ábyrgð öll,
sem augnablikið með sjer ber,
að hæð eru þau og þyngd sem fjöll,
en þetta mörgum dulið er;
þeir sjá ei hvernig hlekkur hver
við hundrað aðra tengdur er.
Þjer finst að alt sje hverfult hjer,
en horfðu dýpra og muntu sjá
að naumast kjarninn innsti er
þó eðlislögum skilinn frá;
alt líf mun sínum lögum háð,
þess lokamarki aldrei náð.
Það sáðkorn er var sáð í gær
og svarðarmoldin í sjer batt,
á morgundagsins grundu grær,
þó grózkan fari ekki hratt;
svo lifir framtíð fortíð á,
þær falla í eitt við næring þá.
Og eins er það um eillíft nú,
að af því mótast sálin þín;
og svipnum ræður sjálfur þú,
hvort svört skal eða hvít sem lín;
sá vefur sem þú vefur hjer
er varanlegur innst í þjer.
Á NÝÁRSDAG
Að sjá þig heilsa, unga ár,
ekki fáa gleður,
en margur þeirra þá mun nár
þegar þú aftur kveður.
„Gaktu hægt um gleðinnar dyr,“
gættu’ að hrasir eigi;
að honum liðnum — ekki fyr —
áttu að hrósa degi.