Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Síða 52

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Síða 52
34 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Dísu um enska heiminn, þess meiri áhyggjur bar Vilhjálmur útaf hag og framtíð dóttur sinnar. Svona gat engin stúlka lifað og látið á vinnu- konukaupi; og var fjárhagur Dísu fleirum ráðgáta . . . „Ekki vildi ég vera í sporum Skarðs-fraukunnar,“ sagði Sigga á Súlum íbyggin. Meira hafðist ekki upp úr henni. Það skyldi enginn hafa slúður eftir henni. Að vísu var þeim, sem þektu inn á enskt félagslíf kunnugt um stássdrósir, sem aldrei unnu ærlegt handarvik og áttu ekki einu sinni fast heimili, en höfðu þó altaf nóga peninga. En alt að þessu hafði ekki borið á því meðal landa, 1. s. g. . . . Þrátt fyrir þagmælsku Siggu, bárust oft fréttir af Dísu, óglöggar í fyrstu, en skýrðust í umræðum. Hún hafði sézt í leikhúsinu og á fínum böllum með ungum manni, sem bar ekki merki þess, að hann ynni með hönd- unum. Og ekki þreytti hann þau á ganginum til þessara lystisemda. Það dugði ekki minna en leigja kúsk og lokaðan vagn. Án ábyggi- legra upplýsinga mátti ganga úr skugga um, að hinn ungi herramað- ur var sonur húsbænda Dísu, og þótti meir en svo viðsjárvert. Að vísu bar hún dýrari hring en sézt hafði á Ströndinni, en aldrei á ensk- um trúlofunarfingri. Enda vitlaus maður, sem hygði stórauðugt snyrti- menni í Fort Rouge taka saman við Skarðsstelpuna, þó snotur væri. Fyrstu þrjú árin hafði Dísa komið heim um jólin. Svo varð móðir hennar bráðkvödd. Eftir það sást hún ekki á Ströndinni. Banamein Önnu, að sögn Hansa hómópata, var hjartveiki — „hjartaslag," sagði læknirinn, „óskylt móðursýki, þó fáfróður almenningur álíti þá kvilla eitt og hið sama.“ En vísindaleg þekking hans hafði lítið að segja móti viti og reynslu fjöldans. Svona hlaut að fara. Anna sáluga var of vönduð og tilfinninganæm til þess að afbera framferði dóttur sinnar og það óorð, sem hún hafði áunnið sér. Og hún var sæl, blessuð mann- eskjan, að vera komin til guðs síns, þegar ekki fréttist lengur annað af Dísu en það, að hún væri alveg kom- in í hundana, og hefði jafnvel fætt af sér ófeðrað barn . . . Eftir það spurðist ekkert til Skarðsstelpunn- ar. Einhver leitaði frétta til föður hennar. En hann brást reiður við: „Spyrðu mig ekki um neitt, sem komið er í helvítis Enskinn, hann á eftir að gleypa í sig alt sem íslenzkt er í Ameríku.“ Og til að lenda ekki sjálfur ofan í þá hít, seldi hann Ánastaðabræðrum búslóðina skepnurnar og fór alfarinn til ís' lands. Jörðina vildi enginn kaupa- Hún var óslitin grjóthryggur, sem Vilhjálmur hafði valið sökum legu> en ekki landkosta. Henti það marg' an landann, að byggja þann blett' inn, sem hæst bar á hinni endalausu fiatneskju, hversu sendinn e^a grýttur jarðvegurinn var. „Útsýnið var íslendingnum fyrir öllu. IV Eftir að Dísa var farin, var Sté' valdi sjaldan heima, og aldrei leng1 í senn. Bar því við, að hann ynnl heimilinu meira gagn í útvinnu, en heima á Skarði, þar sem hver rud , ur blettur gaf ekki af sér grast°> hvað þá annað. Annars staðar ga hann unnið fyrir kaupi og se® fósturforeldrum sínum peninga vl
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.