Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Page 56
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
V
BRÉFIÐ
Góði vinur minn! Innilega þakka
ég þér bréf þitt og „heimboðið,“
sem það flutti. Ég veit, þú fyrirgef-
ur drátt á svari. Þurfti allan tím-
ann til að hugsa mig um, og þó
lengur væri. Ertu ekki hissa? Dísa
á Skarði farin að hugsa sig um!
En neyðin kennir heimskum að
hugsa, þó seint gangi.
Jú, víst er ég í útlegð, en uni þó
hag mínum. Og finst bezt, að jafna
útlegð mína upp með því, að Valdi
litli gerist innlendur. — Hefi ég
sagt þér áður, að ég nefni hann
ætíð Walter, eins og hann var skírð-
ur, nema í bréfum mínum til þín?
Meðan hann var hvítvoðungur, kall-
aði ég hann Valda, en vandi mig af
því áður en hann vitkaðist. Útlaginn
æfir sig og þjálfar í sjálfsafneitun
til að halda fullum sönsum. Raunar
held ég, að allir íslendingar í
Ameríku séu útlagar, að meira eða
minna leyti.
Það er á parti rétt hjá þér: Strönd-
in er mitt eina heimaland. Og þang-
að hverfur hugurinn oft og einatt,
ef ég er þreytt og niðurdregin. Það
eru mín einu frí og ferðalög, mín
eina hvíld og huggun. Þar eru litlu
skötuhjúin frá Skarði. Þau hlaupa
og leika sér í fjörunni, byggja hús
úr sandi og tína skeljar (eins og
annað fólk), horfa á ölduganginn og
hlusta á brimniðinn tímunum sam-
an, þegar vindur stendur af vatn-
inu, og steinþegja af því þau skilja
ekki neitt í neinu (fremur en annað
mannfólk); en þegar vatnið er slétt
og þögult, senda þau skipin sín til
annara landa, sem aldrei voru til.
Þau eiga sinn kastalann á hverri
skýaborg og sjá hann falla í rústir,
án þess að harma hrunið. Þegar
jörðin og vatnið stendur storkið i
hvítri helju vetrarins hlaupa skötu-
hjúin eins og fætur toga, svo þau
komist undir þak, áður en nef og
eyru storkna, eins og alt annað utan
dyra — hlaupa skólastiginn, sexn
hann Áni gamli fann þeim gegnum
skóginn. Á heimleið af jólasamkom-
unni fær alt annan blæ á sig • • •
„Strípaður máninn staulast milú
trjánna“ . . . „Það er nú meiri dóna-
skapurinn.“ — „Ósköp er gaman að
sjá hann Valda hlægja! . . . Stjörnu-
ber himinn. Og Dísa kemur ekki
auga á Betlehemstjörnuna. Og ekki
hjálpar skógurinn. „Hann hefir
þúsund fingur og bendir þeim öll*
um á stjörnurnar“ . . . „Ekkert a
marka. Hver fingur helfrosinn
bendir blindandi út í botnlausan
geiminn“ . . . „Kerald? — og botn-
inn suð’rí Borgarfirði" . . . En Val 1
er bara alvarlegur . . . Og þau hra
göngunni heim.
Svo kemur marz-sólin og blástrút
urinn, fyrsti vorfuglinn. Áni gartl
gaf honum nafnið, eins og
lifandi verum, sem hann kann e
nöfn á. „Hann hringir inn v°rl
Hringir til messu sumarsins • ;/
Svo þegar vorhretin koma og sn^n
inn skefur, finst Dísu lítið til n
slíka sumarmessu . . . „Leiðist P
, , •tpii # .
aldrei í messu hjá séra Simoni- •
„Ekki ef Sveinn í Sandvík er P
með pontuna; og Hansi hómópoú
Frímann friðdómari í kappsöng • '
Og fyrst Valdi hlær, er Dísu a v _
sama hvernig veðrið er. — Hre
um lýkur, og sólin tekur alt a v
sitt. 1 skóginum hverfur snjori