Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Side 59
^JSrPÁLSSON:
Dís lífsins
Hún kom eins og vorblær, um kinnar mér strauk:
,,Ó, kom nú minn vinur.“ — Ég svefninum lauk
og féll þar í faðm hennar glaður.
„Við göngum í lundinn sem gengum við fyr,
þú gefur mér kossana, rétt eins og fyr,
við lifðum í alsælu áður hér fyr,
— þú ert bara þroskaðri maður.“
„Nú varir ei lengur hin ótamda ást,
við eigum samt, vinur minn, það sem ei brást:
að haldast í hendur og brosa.
En líf þitt er annað en áður það var
er æskan og lífsgleði á höndum þig bar,
þú reyndir svo oft, líkt og óviti þar,
öll ástarbönd við mig að losa.“
.,En tak nú í hönd mér og tala við mig
með tungu er skaparinn setti í þig
að útskýra ást þína, vinur.
I augum vor beggja er ástin sem fyr,
við elskum nú bæði jafnheitt eins og fyr,
við dönsum í minningum dátt, eins og fyr,
'— og drottinn er beggja okkar vinur.“
Eg horfði á konuna. Hjarta mitt sló
nú hraðar en áður, því mynd hennar bjó
1 huga mér: Hún var sú kona
sem birtist mér fyrst er í vöggu ég var,
°g vonunum fjölmörgu útbýtti þar
°g réttina lífsins á borðið mitt bar,
sú bláklædda dís minna vona.