Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Qupperneq 62
44
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Noregi, en rita þar á ofan íslend-
ingasögur sem eiga sér hvergi sinn
líka á byggðu bóli en eru algerlega
íslenzkar. En þetta gerðu íslending-
ar tvímælalaust og væri ekki kvæði
þeirra og sögur mundi forsaga
Norðurlanda, Grænlands og Vín-
lands vera fornleifafræði ein. Því
ekki hafa enn fundizt neinar forn-
leifar er sanni fund norrænna
manna á austurströnd Ameríku,
ekki fremur en nokkrar fornleifar
á íslandi sanna fund Ira á landinu,
en sá fundur er nefndur á írskum
og íslenzkum bókum alveg eins og
fundur Vínlands er nefndur á ís-
lenzkum bókum — og eflaust rétt
frá skýrt.
Þótt ekkert af íslenzkum bók-
menntum væri í letur fært fyrr en
á tólftu öld hafa þær varðveitt skýra
og sennilega furðu trúverðuga mynd
af landnáminu. ísland fundu nor-
rænir víkingar einhvern tíma, ná-
lægt miðju níundu aldar en fyrsti
landnámsmaðurinn, Ingólfur Arnar-
son úr Fjörðum í Noregi nam land
í Reykjavík árið 874, nema maður
telji fyrr byggð Náttfara, er bjó í
Náttfaravík vestan Skjálfanda flóa;
hann sleit af báti Garðars Svavars-
sonar hins sænska, er hann kom
fyrstur manna til íslands. Náttfari
var þræll Garðars. Á næstu 60 árum
mátti landið kallast fullbyggt af
norrænum mönnum mest Norð-
mönnum er sumir komu beint frá
Noregi en aðrir eftir mislanga dvöl
á eyjunum fyrir vestan: í víkinga-
nýlendum Norðmanna þar: Hjalt-
landi, Orkneyjum, Suðureyjum,
vesturströnd Englands og Skotlands
en austurströnd írlands. Sagan segir
að aðalorsök flutninganna væri
pólitísk. Á síðasta fjórðung níundu
aldar hófst upp konungur í Noregi,
Haraldr Hárfagri, er setti metnað
sinn í það að brjóta til hlýðni við
sig smákonunga, höfðingja og frjálsa
bændur (konunga, jarla, hersa og
hölda) eins og áður höfðu gert kon-
ungar í Svíþjóð, Danmörku og Eng-
landi. Haraldi konungi tókst að sam-
eina Noreg en margt höfðingja og
fjöldi frjálsra bænda vildi heldur
flýja land en lúta oki hans. Surnir
fóru beint til íslands, aðrir fyrst i
nýlendur Norðmanna fyrir vestan
haf — en þær voru eldri en íslands-
byggð — og settust þar að sem vík-
ingar, en snöru reiði sinni heim i
Noreg og þar með víkingaferðum og
strandhöggum í land konungs. í
hefndarskyni fór konungur með
sinn her vestur um haf á hendur
óróaseggjunum, en það varð til þeSS
að margir þeirra fluttu sig um set
til íslands norðvestur um haf.
Eðli þessara útfluttninga hafði í
einu atriði mikil áhrif á íslenzku
landnámsmennina og síðan íslenzku
þjóðarheildina. Til landnámsins
völdust sýnilega menn sem voru
þrjóskir að upplagi úr því að þeir
þrjóskuðust gegn konunginum-
Margir þessir þrjósku menn voiu
auk þess höfðingjar og af göfugu01
ættum og hefur íslendingum á síð-
an þótt gott að rekja ættir sínar
til þeirra. Gallinn var að þessir
göfugu menn tóku með sér þrse a
af írskum ættum og léku sér svo s
því að blanda blóði við þessa þrse a
sína, en stundum gátu þeir
verið af konungaættum írskum einS
og Melkorka. En þessi blóðblöndun
er sýnileg enn í dag í dökkhærðuin
eða rauðhærðum íslendingum, a