Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Page 67
ÍSLAND OG ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR
49
tneð verkum sínum svo að frægðin
lifði eftir mann dauðan í dómum
þeirra manna sem varðveittu minn-
inguna. Svo segir í Hávamálum:
Deyr fé
deyja frændr
deyr sjálfr et sama;
en orðstírr
deyr aldrigi
hveim er sér góðan of getr.
Deyr fé
deyja frændr
deyr sjálfr et sama;
en einn veit ek
at aldri deyr:
dómr um dauðan hvern.
Til þess að vinna orðstír og eign-
ast dóm sem aldrei deyr verða menn
lifa lífi sínu með sóma og í frelsi,
engum háður nema almenningsálit-
mu> en það gat verið nógu strangur
>T°mari svo sem ráða má af orðum
jáls. Þegar Göngu-Hrólfur kom til
rakklands með víkinga sína var
ann spurður: „Hver er konungur
y ar?“ Hann svaraði: „Vér höfum
engan konung, vér erum allir jafn-
lngjar.“ Lög sæmdarinnar kröfðust
eigi aðeins gjafmildi við ætt, vini
°§ gesti, heldur og sívakandi ár-
Vekni °
gegn hverskonar rangindum
v°rt sem þau komu fram við mann
^ fan ættingja eða vini. Ef slíks
l6entar Var ekki rekið vofði yfir æfi-
g skömm, en hinir gömlu sæmd-
menn vildu miklu heldur deyja
ifa við slíka skömm.
, eð þessar hugsjónir og slíka
> lmsPeki var lítil furða þótt ís-
ferl ln§asögur væru fullar af víga-
Um °g deilum milli þessara
sómakæru manna. Vígaferlin voru
heiðnum mönnum ill nauðsyn til
þess að halda sæmd sinni; kristnir
menn álitu þau syndsamleg. Á hinn
bóginn þótti íslendingum fátt
skemmtilegra en að hlusta á sögur
af vígaferlum og kristin fræði lítt
söguleg svo ekki sé dýpra tekið í
árinni: „Ekki er gaman að guð-
spjöllunum, enginn er í þeim bar-
daginn,“ sagði kerlingin.
Eflaust hafa höfðingjarnir er
sóttu öryggi hafsins þess hins víða,
hagalönd fiskiver og selver fslands
haft miklar vonir um það að geta
notið höfðingdóms síns úti þar sem
höfuð niðja sinna hleytimanna og
þræla. í fyrstu gátu þeir tekið mjög
víðáttumikil lönd en sjálfir orðið
hofgoðar með sæmilegu mannafor-
ráði. Síðar gátu þeir miðlað niðjum,
vinum og nauðhleytamönnum, jafn-
vel þrælunum sjálfum af löndum
sínum, en þingmenn goðanna skuld-
uðu þeim fylgd sína fyrir traust
hans. Goðinn var venjulega af göf-
ugum ættum, vald hans var kallað
goðorð, menn hans þingmenn af því
að þeir fylgdu honum til þinga bæði
í héraði og til Alþingis. Hann
byggði oft hof á bæ sínum en þing-
mennirnir guldu lítils háttar hoftoll,
sem hvergi mun hafa nálgast kristna
tíund.
Á íslandi voru engir frumbyggjar
að brjóta í ánauð eins og víkingar
gerðu í Englandi og á Frakklandi,
og goðinn gat ekki vænst þess að
þingmenn hans gyldu honum skatta
sem nokkru næmi því þeir höfðu
flúið Noreg til að losna við skatta
og álögur hins upprennandi kon-
ungs. Hofgoðinn varð því að láta
sér nægja að verða primus inter