Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Side 70
52
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Samt sem áður hefðu minningarnar
um þetta sögulega hetjulíf aldrei
verið færðar í letur ef kirkjan hefði
ekki kennt höfðingjunum latínu og
leturgerð og ef þeir hefðu ekki
sjálfir gerst því nær einráðir höfð-
ingjar kirkjunnar um tvær aldir eða
fram um 1200. Kristniboðarnir lof-
uðu hverjum goða rúm fyrir jafn-
marga menn í himnaríki og þeir
gætu hýst í kirkju sinni. Þetta var
gott loforð og reyndu margir goðar
að ávinna sér þessa verðskuldan,
en margir snöru hofi sínu eins og
það var í kirkju Krists. Til þess að
fá presta til kirkjunnar létu margir
goðar syni sína læra til prests; þá
gekk kirkjan í ættina eins og hofið
hafði gengið í ættinni. ísleifur
biskup og Gissur sonur hans lærðu
marga höfðingjasyni á sinni tíð, en
væri umkomulítill sveinn barinn til
bókar, þá gat hann átt það á hættu
að hafa heldur lítil umráð yfir
kirkju þeirri er hann var skipaður
til og enn síður rétt til að fara frá
henni. Gissur innleiddi jafnvel
tíundagreiðslu skömmu fyrir alda-
mótin 1100 og á 12. öld risu fyrstu
klaustur á íslandi. En höfðingjarnir,
goðarnir, héldu áfram að ráða lög-
um og lofum kirkjunnar; því var
það að þegar þeir fóru að rita bækur
á 12. öld — en allir sagnaritarar á
12. öld virðast hafa verið klerkar —
þá sýnir það sig að þeir hafa eins
mikinn áhuga á þjóðlegum fróðleik
svo sem ættartölum forfeðra sinna
og sögnum um þá eins og á hómi-
líum og ritningum helgum. Þeir
höfðu með öðrum orðum engu
gleymt af hinum forna sið þrátt
fyrir viðtöku hins nýja, sem betur
fór. Já, sem betur fór því annars
hefðu engar Eddur og engar íslend-
ingasögur verið færðar í letur. Það
var þessi herzlumunur í kenningum
og völdum kirkjunnar sem gerðu
það að við fengum Snorra á íslenzku
en Danir Saxo á latínu, en þessir
tveir miklu lærdómsmenn voru
samtímamenn. Saxo sýnir að Dan-
mörk hefur morað af hetjukvæðum
en þeirra sést nú hvergi stafur,
nema í skrúfuðum þýðingum Saxos:
hann hélt að öllu væri borgið þegar
hann var búinn að þýða kvæðin a
latínu, en klerkarnir hafa flýtt sér
að kola þessum leifum heiðindóms-
ins.
Fyrir utan lögin, sem fyrst voru
rituð til að létta á minni lögsögu
mannanna, má segja að ritöld hefjist
á íslandi með ritum þeirra Sæmund-
ar fróða og Ara fróða, sem báðir
voru höfðingjaklerkar. Sæmundur
ritaði Noregskonungaial á latínu en
Ari fróði íslendingabók og Land-
námabók, báðar á íslenzku. Á þess-
um árum var það mikill siður að
rita konunga kroníkur í vestrænm
kristni á latínu. Sæmundur lærður
í Frakklandi (Svartaskóla) hefur
eflaust vitað um þessa sagnaritun,
því var eðlilegt fyrir hann að byrja
Noregskonungatal á latínu og þeirri
línu var haldið áfram af Þjóðreki
munk í Noregi og Saxo Gramma'
ticus í Danmörku. Sagnarit höfðu
verið ritin á Englandi á móðurmál1
(fram undir 1150) en því var Þa
hætt: allir upprennandi menn skri -
uðu á latínu.
Ari ritaði líka einhverskonar
konungaævi, og eftir hans daga
komst skriður á sagnaritun kon-
ungasagna á íslenzku með Hry99_J
arstykki Eiríks Oddssonar og Sverris