Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Side 70

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Side 70
52 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Samt sem áður hefðu minningarnar um þetta sögulega hetjulíf aldrei verið færðar í letur ef kirkjan hefði ekki kennt höfðingjunum latínu og leturgerð og ef þeir hefðu ekki sjálfir gerst því nær einráðir höfð- ingjar kirkjunnar um tvær aldir eða fram um 1200. Kristniboðarnir lof- uðu hverjum goða rúm fyrir jafn- marga menn í himnaríki og þeir gætu hýst í kirkju sinni. Þetta var gott loforð og reyndu margir goðar að ávinna sér þessa verðskuldan, en margir snöru hofi sínu eins og það var í kirkju Krists. Til þess að fá presta til kirkjunnar létu margir goðar syni sína læra til prests; þá gekk kirkjan í ættina eins og hofið hafði gengið í ættinni. ísleifur biskup og Gissur sonur hans lærðu marga höfðingjasyni á sinni tíð, en væri umkomulítill sveinn barinn til bókar, þá gat hann átt það á hættu að hafa heldur lítil umráð yfir kirkju þeirri er hann var skipaður til og enn síður rétt til að fara frá henni. Gissur innleiddi jafnvel tíundagreiðslu skömmu fyrir alda- mótin 1100 og á 12. öld risu fyrstu klaustur á íslandi. En höfðingjarnir, goðarnir, héldu áfram að ráða lög- um og lofum kirkjunnar; því var það að þegar þeir fóru að rita bækur á 12. öld — en allir sagnaritarar á 12. öld virðast hafa verið klerkar — þá sýnir það sig að þeir hafa eins mikinn áhuga á þjóðlegum fróðleik svo sem ættartölum forfeðra sinna og sögnum um þá eins og á hómi- líum og ritningum helgum. Þeir höfðu með öðrum orðum engu gleymt af hinum forna sið þrátt fyrir viðtöku hins nýja, sem betur fór. Já, sem betur fór því annars hefðu engar Eddur og engar íslend- ingasögur verið færðar í letur. Það var þessi herzlumunur í kenningum og völdum kirkjunnar sem gerðu það að við fengum Snorra á íslenzku en Danir Saxo á latínu, en þessir tveir miklu lærdómsmenn voru samtímamenn. Saxo sýnir að Dan- mörk hefur morað af hetjukvæðum en þeirra sést nú hvergi stafur, nema í skrúfuðum þýðingum Saxos: hann hélt að öllu væri borgið þegar hann var búinn að þýða kvæðin a latínu, en klerkarnir hafa flýtt sér að kola þessum leifum heiðindóms- ins. Fyrir utan lögin, sem fyrst voru rituð til að létta á minni lögsögu mannanna, má segja að ritöld hefjist á íslandi með ritum þeirra Sæmund- ar fróða og Ara fróða, sem báðir voru höfðingjaklerkar. Sæmundur ritaði Noregskonungaial á latínu en Ari fróði íslendingabók og Land- námabók, báðar á íslenzku. Á þess- um árum var það mikill siður að rita konunga kroníkur í vestrænm kristni á latínu. Sæmundur lærður í Frakklandi (Svartaskóla) hefur eflaust vitað um þessa sagnaritun, því var eðlilegt fyrir hann að byrja Noregskonungatal á latínu og þeirri línu var haldið áfram af Þjóðreki munk í Noregi og Saxo Gramma' ticus í Danmörku. Sagnarit höfðu verið ritin á Englandi á móðurmál1 (fram undir 1150) en því var Þa hætt: allir upprennandi menn skri - uðu á latínu. Ari ritaði líka einhverskonar konungaævi, og eftir hans daga komst skriður á sagnaritun kon- ungasagna á íslenzku með Hry99_J arstykki Eiríks Oddssonar og Sverris
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.