Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Side 74
Blómidon höfðinn
(Efiir Waison Kirkconnell)
Við þessa strönd, er Ægis flóð og fjara
fram og til baka streyma ár og síð,
frán augu höfðans út á sæinn stara
sem áður fyr, á löngu gleymdri tíð.
Er vetrarmjöllin höfðans ásýnd hylur:
er hiti sólar kyndir eld og bál,
hann hræðist ei; né Hvítasunnu bylur
frá Heljar slóð, ei ógnað fær hans sál.
Sá ævaklettur engan hræðist voða.
Hans ásýnd jafnvel tíminn fær ei breytt.
Um eilífð sér hann yfir brim og boða,
með bros á vör, þótt mæli ekki neitt.
Frá tímans djúpi sagan greint ei getur,
né glöggvað hann, í orði þess er skóp.
Hans ásýnd stafar Indíána letur
og afturgöngur Víkinganna í hóp.
Glúskápur Míkmáks málum stýrir feðra,
þar mænir wigwamtjaldsins græna lín.
En hafið siglir píslarvottur veðra,
hin væna mær, að nafni Evangelín.
Þar Hinrik Allín augum rennir glaður
á aldið fjall, með kristals herðaslag.
Og Isak Chipman, frábær fræðimaður,
þar fórst með skipshöfn nemenda einn dag.
Frá vinnustofu minni, gegn um gluggann
eg greini hans morgunkveðju, er sólin skín:
á kvöldin gegn um skímuna og skuggann,
og skinið stjarna, unz hann hverfur sýn.
Eg harma það, að kynslóðirnar hverfa,
á hraðri leið, sem fjara í hafsins þró:
en hatursglóð, sem allar þjóðir erfa,
fer einnig þeirra leið, í grænan sjó.
En forsjónin býður oss að lifa og læra
og lítur samúðg gjörvöll örlög manns.
Því hafa jólin fögnuð þann að færa,
að framhaldslíf er eign og réttur hans.
S. E. Björnsso*