Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Side 80
BariS að dyrum
Æviniýri efiir L. F.
Hinn ungi vísindamaður sat við
útvarpið, hnugginn og spyrjandi, en
þó ekki alveg vonlaus um, að sér
mætti takast að kryfja til hlítar
þessa ráðgátu, sem að honum sótti.
Síðan hann tók að fást við stutt-
bylgjuútvarp, svona í frístundum
sínum, hafði hann orðið var við
ýmsa fyrirburði, sem voru ofar
skilningi hans, og sem ollu honum
hugarangurs. Hann hafði smíðað
þetta tæki sitt að miklu leyti sjálfur,
og komið fyrir í því nokkrum af-
brigðum eftir eigin hugmyndum, og
í gegnum það talaði hann oft við
aðra samskonar tilraunamenn víðs-
vegar um heim. Þessir menn eru
kallaðir á ensku máli radio-hams,
og hafa leyfi fyrir vissum stutt-
bylgju lengdum, sem ekki ríða
í bága við almenna útvarpsstarf-
semi. Hann „snakkaði“ að jafnaði
við málkunningja í Suður-Afríku,
annan langt inn í meginlandi Asíu
og enn annan í Ástralíu.
Þetta var alt saman skýrt og eftir
hlutarins eðli. En svo tók hann eftir
því, að stundum fékk hann merki
eða skeyti, alólík þeim skeytum,
sem áttu uppruna í eða komu frá
öðrum stuttbylgju útvarpsstöðvum.
Þessi hljóðvörp virtust koma utan
að, utan úr geimnum. Ef til vill voru
þau í einhverju sambandi við geim-
geislabylgjurnar (cosmic rays).
Hann gerði sig ánægðan með
þessa tilgátu, þar til að hann tók
eftir því, af einstakri hendingu, að
þessi merki komu með reglubundn-
um áföllum, stundvíslega á hálftíma
fresti og vöruðu í nákvæmlega þrjar
mínútur í senn. Þetta var ráðgátan,
sem vakti spurningarnar í huga
hans, og sem hann glímdi við. Að
öðru leyti voru þessi merki honum
óskiljanleg, og komu úr útvarpinu
aðeins sem hávaði, en þó svo reglu-
bundin og samhljóða, að aldrei
skeikaði.
Þetta varð til þess, að hann fó1
að grúska í því, hvernig honum
mætti takast að fíngera móttöku-
áhaldið með breytingum á ristum 1
lömpunum. Hann lét þá smíða
nokkra lampa með gerð, sem hon-
um hafði hugkvæmst, eftir áður o-
þektu lögmáli. Svo kom hann þeiu1
í rétt lag og beið átekta.
Brátt heyrði hann skýra rödd.
„Mars calling to earth.” (Mars a
kalla til jarðarinnar) á hreinu ensku
máli, og svo nokkur orð, kannske
samskonar, en á öðrum tunguma
um, sem hann gat sér til að vse11
franska, rússneska og önnur fle111’
og varaði þetta innstreymi 1 n&
kvæmlega þrjár mínútur. Að ha
tíma liðnum var þetta endurteki >
og svo á hálftíma fresti alla nóttina-
eða meðan stjarnan var á himm 0
sj óndeildarhringnum.
Næstu nótt hlustaði hann enn ^
þessa rödd, gagntekinn af unn1*-
og vímu út af þessum fyrirbur ^
sem hann nú loksins trúði, að v
útvarp frá jarðstjörnunni kfal ^
Þegar hann heyrði þéssi orð fy ’
hélt hann að þau kæmu frá e11