Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Síða 90
72
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Þóra. Því trúi ég líka best.
Sölvi. Það er siður minn, að ganga
út að kvöldi dags til að skoða ljós
himinsins; þá er líka tími til að
nema grösin.
Ólafur Muður. Það er líka vani
minn að ganga út til að biðjast fyrir
í kvöldkyrðinni, því þá er friður
yfir foldu og ekkert sem glepur.
Leifi. Gaman hefi ég stundum af
að ganga út þegar húma tekur, því
þá er einatt eitthvað á seiði.
Jórunn. Gestirnir gjöra svo vel að
þiggja eitt glas af víni, áður en þeir
ganga út í kvöldkyrðina. Þóra,
komdu með flösku og glös. (Þóra
tekur flösku og 4 glös út úr skáp,
setur á borðið og hellir á).
Þóra. Gjörið svo vel. (Gestirnir
taka sitt glasið hver).
Sölvi (syngur).
Þá lifnar eldheit öndin
og allra harma slitna böndin,
er mjúka meyarhöndin
hið mæra vín á skál oss ber.
Ólafur.
Til sælli himinsala
frá sorg og eymdum jarðardala
vor svífur önd sem svala.
Leifi.
í svörtum galdravindi ég fer.
Þóra.
Svo drekkið þér. (Þeir drekka).
Sölvi.
Ég drekk með hýru hjarta,
því hugnast mér
þú rósin röðulbjarta,
þín rjóða kinn svo fögur er.
Repp.
Sko, sko, sko, sko, sko, sko!
Reynslan sannleikur er.
(Tjaldið fellur).
ANNAR ÞÁTTUR
FYRSTA ATRIÐI
Pétur, Jón, Þórður, Páll, Þóra.
Péfur, Jón, Þórður, Páll (syngja
um leið og þeir koma í hlaðið).
Inndælla ég ei veit
en o’n af fjöllum
koma í sæla sveit
og seggjum snjöllum
gista hjá;
gjörist þá
svo glöð vor lund.
Þá fagnar ferðasveinn.
Þinn faðmur er svo hreinn,
svo hreinn —
hann er svo hreinn
þú gestrisna grund.
Pétur. Já, gott er nú að vera kom-
inn til bygða eftir þennan heiðartúr.
Þóra. Því er nú miður, að ekki er
hægt að veita gestunum eins vel og
vera ætti. Hér eru líka komnir fjór-
ir menn á undan ykkur, sem ætla að
fá gistingu.
Pétur. Hverjir skyldu það vera?
Þóra. Þrjá þeirra hefi ég aldrei
séð, en einn þeirra þekkjum við-
Það er hann Repp gamli.
Pétur (líflega). Er herra barón
von Repp kominn hér? Þá hefir
maður eitthvað að skemta sér við i
kvöld. En hverjir skyldu hinir vera.
Hafið þið ekki spurt þá að heiti?
Þóra. Jú, einn heitir Sölvi Helga'
son, einhver óttalega mikill maður,
annar Ólafur, ógnarlega guðhrædd-
ur, og þriðji Þorleifur, en hann er
göldróttur, svo að við erum hálf'
hrædd við hann.