Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Blaðsíða 96
78
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
(Blístrar. Draugur kemur inn um
hliðardyrnar. Allir verða hræddir,
nema Leifi og Sölvi. Draugurinn
færist hægt fram á gólfið, skimar í
ýmsar áttir).
Þóra (skjálfandi). Ó, ef draugur-
inn ræðst nú á okkur.
Sölvi. Ekkert er að óttast heillin,
ég er hér.
Leifi (glottandi). Hvernig líst
skólapiltunum á?
Péiur (kallar). Æ, Þórður, Þórður,
Þórður! (Leifa verður hverft við).
Þórður (kemur inn hvatlega. Til
Péturs). Því ónáðar þú mig með
þessu harki, þegar ég sit með kyrð
og spekt við bækur mínar suður í
skóla?
Péiur (aumingj alegur). Sérðu ekki
drauginn, sem verið er að egna á
okkur?
Þórður (sér drauginn). Nú, það er
svona lagað. Vene Paula, vene sine
mora!
Draugur. (Kemur inn, stærri og
voðalegri en draugur Leifs, veður að
Leifa draug, þrífur í brjóst honum
og drynur):
Ólafur Muður
ætlarðu suður?
Ræð ég þér það rangkjaftur,
að þú snúir heim aftur!
Ólafur (fleygir draugsgervinu —
æpir) Æ, vægð, vægð! Ég er ekki
nema vesalings Ólafur.
Þórður. Til hvers ertu hingað
kominn?
ólafur. Ég er bara ferðamaður.
Draugur. Játaðu!
ólafur. Æ, æ, ég er gamall betrun-
arhúslimur og flakka nú manna á
milli og þykist vera einstaklega guð-
hræddur, til að láta gefa mér mat og
peninga.
Þórður (til draugsa). Findu þenn-
an pilt! (bendir á Leifa — til Leifa).
Játa þú, hvað þú hefir aðhafst.
(Draugurinn gengur til Leifa).
Leifi. Vægið þið mér. Ég var í
betrunarhúsinu með honum Ólafi-
Ég hefi þótst vera galdramaður til
að hræða fólk og hafa út úr þvi
peninga, en það er ekki nema dá-
lítinn tíma, að ég hefi haft það fyrir
stafni.
Þórður. Játið þið alt.
Ólafur. Við erum bæði þjófar og
bófar, en þó er Sölvi okkar verstur.
Sölvi. Nei, ég er heimspekingur-
Þórður (til draugsins). Hittu hann-
(Draugurinn gengur að Sölva).
Sölvi. Þeir segja satt. (Draugurinn
sleppir honum). (Hálfhátt). En ég er
samt spekingur.
Þórður. Hérna er einn enn (lítur
til Repps). Það er best að hann fái
líka að játa sig. (Draugurinn gengur
að Repp).
Repp. Verið þér góður, herra
draugur. Ég hefi ekkert ilt gjört. Ég
er oft bara í sendiferðum fyrir
höfðingja, og hérna hafa þeir skrif'
að hin og þessi spakmæli í vasa-
bókina mína. Mér þótti einstakleg3
vænt um, þegar skólapiltarnir
komu, því ég kann best við að vera
meðal lærðra manna.
Draugurinn. Játaðu.
Repp. Æ, vægð, herra draugur-
Ég þykist stundum vera nokkuo
mikill maður og kunna það sem e£
ekki kann. Ég raupa stundum nokk'
uð í meira lagi.