Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Síða 98
Helztu viðburðir
meðal íslendinga vesian hafs 1958
RICHARD BECK iók saman
3. jan. — Séra Philip M. Pétursson
endurkosinn í Spítalaráð Winnipeg-
borgar (Municipal Hospital Com-
mission) til þriggja ára.
Jan. — Frú Guðmunda Elíasdóttir,
söngkona í New York borg, í hópi
listafólks og starfsmanna útvarps-
og sjónvarpsstöðva, sem Kirkjuráð
Washington-borgar veitti sérstaka
viðurkenningu fyrir framúrskarandi
störf í þágu kirkjunnar.
Jan. — Forsætisráðherrann í
Canada skipaði Gunnar Sólmund
Thorvaldson, lögfræðing í Winni-
peg, þingmann (Senator) í efri mál-
stofu canadiska þjóðþingsins, og er
hann fyrsti maðurinn af íslenzkum
ættum vestan hafs, sem sú sæmd
hefir fallið í skaut. Hann er fæddur
í Riverton, Manitoba, 1901, sonur
þeirra Sveins kaupmanns Thorvald-
son, frá Dúki í Sæmundarhlíð í
Skagafirði, og konu hans Margrétar
Sólmundardóttur frá Máfahlíð í
Borgarfjarðarsýslu, sem bæði eru
látin.
Febr. — Um þær mundir gerði
framkvæmdarstjórn The Great
West lífsábyrgðarfélagsins kunnugt,
að Stefán Hansen, hefði verið skip-
aður vara-forseti og framkvæmda-
stjóri hóptrygginga hjá félaginu
(Vice-President and Director of
Group Insurance).
24.—26. febr. — Þrítugasta og
níunda ársþing Þjóðræknisfélags ís-
lendinga í Vesturheimi haldið í
Winnipeg við góða aðsókn. Dr.
Richard Beck var endurkosinn for*
seti; stuttu seinna endurkaus stjórn-
arnefndin Gísla Jónsson ritstjóra
Tímarits félagsins. Heiðursfélagi
var kjörinn Guðmann Levy, er
gegnt hefir embætti fjármálaritara
félagsins samfleytt í aldarfjórðung-
Marz — Blaðafrétt skýrir frá því>
að dr. Keith Grimson, prófessor í
skurðlækningum við Duke Univer-
sity, Durham, North Carolina, hafi
af hálfu læknisfræðiritsins Modern
Medicine verið sæmdur heiðursvið-
urkenningu (Distinguished Achieve-
ment Award) fyrir frábæran skerf
sinn á sviði læknisfræðilegra rann-
sókna. Hann er sonur þeirra Guö-
mundar Grimson, dómstjóra hæsta-
réttar Norður-Dakota ríkis, í BiS'
marck, N. Dak., og frú Inu konu
hans.
Marz — Walter J. Lindal dómaii
kosinn forseti nýs blaðamannafélags’
Canadian Ethnic Press FederatioU’
á stofnfundinum í Ottawa, en a
þeim samtökum standa útgefendu1
og ritstjórar þeirra blaða í Canada’
sem gefin eru út á öðrum tungu-
málum en ensku og frönsku.
14. marz — Jón Sigurdson félag1®
(I.O.D.E.) í Winnipeg efndi til sam
sætis til heiðurs frú J. B. Skapta
son í tilefni af áttræðisafmæli henn
ar, en hún er stofnandi félagsins °&
var forseti þess í 17 ár.
Marz — Blaðafrétt greinir frá Þ^
að félag bílaeigenda í ReykjaVl
hafi boðið þeim Sveini OddssoUi