Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1958, Síða 102
84
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
kvenna haldið að Husavick, Man-
itoba. Miss Ingibjörg S. Bjarnason
endurkosin forseti.
Júní —Tilkynnt, að séra Haraldur
S. Sigmar, frá Kelso, Wash., sem
kennir guðfræði við Háskóla íslands,
hafi verið veittur “Fullbright”
námsstyrkur fyrir árið 1958—’59.
27.—30. júní — Ársþing “The
Western Canada Unitarian Confer-
ence” (áður Hið Sameinaða Kirkju-
félag íslendinga) haldið í Edmonton,
Alberta. Séra Philip M. Pétursson
endurkosinn útbreiðslumálastj óri.
Júní — Laust fyrir lok þess mán-
aðar skipaði forsætisráðherrann í
Manitoba, herra Dufferin Roblin, dr.
George Johnson fylkisþingmann
heilbrigðis- og velferðarmálaráð-
herra í hinu nýja ráðuneyti sínu.
Hinn nýi ráðherra er fæddur í
Winnipeg og íslenzkur í báðar ættir,
sonur Johns Johnson (látinn), fyrr-
um deildarstjóra hjá T. Eaton félag-
inu, og konu hans Laufeyjar John-
son.
29. júní — Séra Donald Olsen sett-
ur í embætti sem sóknarprestur ís-
lenzka prestakallsins í Argyle í
Manitoba við fjölsótta messu að
Grundarkirkju þar í byggð. Séra
Eric H. Sigmar, forseti Kirkjufélags-
ins lúterska, framkvæmdi innsetn-
inguna með aðstoð dr. Valdimars J.
Eylands, fyrrv. forseta félagsins.
Júní — í fegurðarsamkeppni, sem
fram fór í Winnipeg í sambandi við
stórbrotna Red River sýningu þar í
borg, og tuttugu blómarósir víðs-
vegar tóku þátt í, varð Miss Heather
Sigurdson hlutskörpust og hlaut
titilinn “Miss Manitoba.” Seinna á
sumrinu (í ágústmánuði) varð hún
önnur í röðinni í samkeppni milli
24 stúlkna úr öllum fylkjum lands-
ins um Miss Canada titilinn og hlaut
$500.00 námsverðlaun. Hún er dóttir
þeirra Jóhanns Sigurdson í Winni-
peg og konu hans, og dótturdóttir
þeirra Guttorms skálds og Jensínu
Guttormsson.
Júlí — í byrjun júlí komu vestur
um haf til þess að vinna að skrán-
ingu vestur-íslenzkra ævisagna:
Árni Bjarnarson, bókaútgefandi á
Akureyri, ásamt frú sinni, Steindór
Steindórsson, yfirkennari á Akur-
eyri, og Gísli Ólafsson, lögreglu-
þjónn sama staðar. í ágústbyrjun
kom séra Benjamín Kristjánsson á
Laugalandi vestur um haf í sömu
erindum. Dvaldi hópur þessi vestan
hafs fram í september og unnu þeir
félagar að söfnun og skráningu ævi-
sagna víðsvegar í byggðum íslend-
inga.
Júlí — Blöð á íslandi fluttu þá
frétt, að vestur-íslenzki iðjuhöldur-
inn Soffonías Þorkelsson, sem þa
dvaldi á íslandi ásamt konu sinni,
hefði ákveðið að gefa 100 þúsund
krónur til skógræktar í Dalvíkur-
hreppi. Soffonías er fæddur og upp'
alinn í Svarfaðardal og hefir áður
sýnt fæðingarsveit sinni mikla
ræktarsemi.
28. júlí — Árlegur íslendingadag'
ur haldinn við Friðarbogann (Peace
Arch Park) í Blaine, Washington-
Um helgina næstu á undan héldu
íslendingar í Seattle íslendingadag
sinn að Martha Lake í nágrenni
borgarinnar.
4. ágúst — Hinn sextugasti og nl'
undi íslendingadagur haldinn að
Gimli, Man. Aðalræðuna á íslenzku
flutti Steindór Steindórsson yfir'
kennari frá Akureyri.