Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Side 28
10
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ljós, áður langt leið á daginn, að hug-
ur hans hneigðist í aðra átt. Haustið
1904 hvarf hann frá guðfræðinám-
inu, en innritaðist í mannfræðideild
háskólans, enda hafði hann nú á-
kveðið að verða mannfræðingur.
Lauk hann meistaraprófi í þeim
fræðum á Harvard-háskóla 1906.
Um afstöðu Vilhjálms til trúmál-
anna skal því bætt við, að hann var
alla ævi maður frjálslyndur í þeim
efnum, átti jafnan hinn opna hug
sannleiksleitandans á þeim sviðum
sem öðrum. Á seinni árum varð
hann félagsmaður í Leikmannafélagi
Únítara (Unitarian Laymen’s
League) og í ráðgefandi nefnd þess,
og einnig í kirkjulegum félagskap
Únitara (Unitarian Fellowship) í
Hanover. Var hans einnig mjög vel
og sérstaklega hlýlega getið í nóv-
ember (1962) hefti málgagns Únítara
Universalista, Regisier-Leader, og
áður í styttra máli í októberhefti
fréttabréfs þeirra (In Brief).
Eins og fyrr getur, hneigðist hug-
ur Vilhjálms fyrst að skáldskap, og
birti hann á háskólaárum sínum í
Grand Forks allmörg kvæði (vitan-
lega á ensku) í mánaðarriti háskóla-
stúdenta. Hefi ég nýlega athugað
þessi kvæði hans, og hefi í huga að
rita um þau ítarlegar einhverntíma,
en þau eru Ijóðræn, með undiröldu
djúprar íhygli, og bera því vitni,
að hann var stórum meir en venju-
legum gáfum gæddur á því sviði.
Einu af þessum kvæðum hans,
„Heimspeki tvítugs manns" (Phil-
osophy of a Man of Twenty) sneri
dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson á
íslenzku fyrir allmörgum árum síð-
an, og kom þýðing hans fyrst í vest-
ur-íslenzku vikublöðunum, en síðar
í grein dr. Sigurðar „Framtíðarbók-
menntir Islendinga í Vesturheimi“
hér í ritinu (1951); er þýðing hans
tekin upp sem sýnishorn ljóðagerðar
Vilhjálms, og er á þessa leið:
Á sál mína leitar kennd í kvöld
sem kærleikur skaparans
í öndverðu gaf sem leiðarljós
í lífi hvers óbreytts manns:
Því ástin er lögmál — alheimsmál;
hver einasta sál það kann;
hún veitir því ytra veg og skraut
og vermir hinn innra mann.
Það stórt er að vinna sigursveig,
í sögunni dýrð og hrós,
í frægðarverkum og skörungsskap
að skína sem fagurt ljós.
En öll þau verðlaun, sem veröld á
frá valdhafa nokkurs lands,
ég fyrirlít — kýs mér konuást
í kóngsríki óbreytts manns.
Þó glaumurinn nafn mitt hefji hátt,
sú hæð er mér engin þægð;
því konunnar ást, sem óð minn söng,
skal aldreigi mæld við frægð.
Og engin virðing, sem veröld á
frá valdhafa nokkurs lands,
má komast til jafns við konuást.
í kjörum og líðan manns.
En bregðist himnesk og heilög ást,
og hlotnist ei þér né mér,
þá dyljum sorgir og dáið líf
með drengskap við hvað sem er.
Því þeir, sem fórnstalla byggðu bezt,
og brautsmiðir sérhvers lands
eru ,kappar, sem hlutu' ei konuást
né kóngsríki óbreytts manns.
í þessu sambandi má einnig minna
á það, að á háskólaárum sínum í
Harvard (1904) birti Vilhjálmur