Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Side 37

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Side 37
SKÁLD ATHAFNANNA 19 Iceland: The Firsl American Re- public (1939), og vann með henni og öðrum ritum hans um það efni ágætt kynningarstarf í Islands þágu, því að það liggur í augum uppi, hve mikils virði það var ættlandi voru og þjóð að eiga slíkan formælanda og Vilhjálmur var á erlendum vett- vangi. Naut hann einnig að verðleik- um mikillar vinsælda og virðingar heima á ættjörðinni. Margar bækur hans, og sumar hinar merkustu, hafa og verið þýddar á íslenzku, og urðu þar víðlesnar sem annars staðar. Þessar eru helztar þeirra þýðinga: Ferðabækur Vilhjálms Siefánssonar, sem Ársæll Árnason þýddi og gaf út: Veiðimenn á hiara heims, 1937, Með- al Eskimóa, 1938, og Heimskauts- löndin unaðslegu, I-III, 1938—1939, er allar komu út í Reykjavík, og voru þær gerðar með sérstöku leyfi höfundar. Ennfremur þýddi Ársæll og gaf út í Reykjavík 1942 bók Vil- hjálms Ultima Thule. Torráðnar gát- ur úr norðurvegi. í tilefni útkomu þýðingarinnar skrifaði dr. Jón Dúa- son merkilega grein sína um Vil- hjálm í Eimreiðina, sem áður var vikið að. Áður, 1927—1928, hafði komið út á vegum Hins ísl. Þjóð- vinafélags þýðing eftir Baldur Sveinsson á riti Vilhjálms The Northward Course of Empire ( í norðurveg). Og þegar þetta er ritað, barst greinarhöfundi tilkynning um það í íslenzkum blöðum, að nýkom- in væri út í Reykjavík þýðing á bók eftir Vilhjálm undir heitinu Hetjuleiðir og landafundir, þýdd af Ársæli og Magnúsi Árnasonum, en það mun vera bók hans Great Ad- ventures and Explorations, sem út kom á frummálinu 1947. Þótt Vilhjálmur yrði, eins og nægilega hefir sagt verið, að heyja harða baráttu fyrir skoðunum sín- um við rótgróna hleypidóma og van- þekkingu um heimskautslöndin, féllu honum, að verðleikum, í skaut margar og fágætar heiðurs viður- kenningar. Margir háskólar, meðal þeirra Ríkisháskólinn í Norður- Dakota, Fylkisháskólinn í Manitoba (Univ. of Manitoba) og Háskóli ís- lands sæmdu hann heiðursdoktors- nafnbótmn, og fjöldi landfræðifélaga og annarra vísindafélaga kusu hann heiðursfélaga sinn eða heiðruðu hann með öðrum hætti. Dr. Vilhjálmur Stefánsson var heimsborgari í fyllstu og sönnustu merkingu þess orðs. Lýsti það sér í því, að bækur hans höfðu verið þýddar á ekki færri en tíu tungu- mál; ennfremur kom það fram í þeim viðfeðma mannúðaranda, sem svipmerkir rit hans, og þá ekki sízt vegna hinna ávaxtaríku rannsóknar- ferða hans og kenninga, sem náðu víðsvegar um lönd, og segja má, að snert hafi mannkynið í heild sinni. Eins og honum var lagið, hitti Stephan G. Stephansson afburðavel í mark í kvæði sínu til Vilhjálms, ortu 1925: Víkkað hefir þú, Vilhjálmur, veröld manna, þú hefir hrímtröll hamið. Norður-norna næturgestur og vætta vetrarríkis. í frændsemi við firnindi og fjarlægð ertu — ert mögur Morgunlands og í ætt við yzta norðurs sex mánaða sólskin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.