Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Síða 37
SKÁLD ATHAFNANNA
19
Iceland: The Firsl American Re-
public (1939), og vann með henni og
öðrum ritum hans um það efni ágætt
kynningarstarf í Islands þágu, því
að það liggur í augum uppi, hve
mikils virði það var ættlandi voru
og þjóð að eiga slíkan formælanda
og Vilhjálmur var á erlendum vett-
vangi. Naut hann einnig að verðleik-
um mikillar vinsælda og virðingar
heima á ættjörðinni. Margar bækur
hans, og sumar hinar merkustu, hafa
og verið þýddar á íslenzku, og urðu
þar víðlesnar sem annars staðar.
Þessar eru helztar þeirra þýðinga:
Ferðabækur Vilhjálms Siefánssonar,
sem Ársæll Árnason þýddi og gaf út:
Veiðimenn á hiara heims, 1937, Með-
al Eskimóa, 1938, og Heimskauts-
löndin unaðslegu, I-III, 1938—1939,
er allar komu út í Reykjavík, og
voru þær gerðar með sérstöku leyfi
höfundar. Ennfremur þýddi Ársæll
og gaf út í Reykjavík 1942 bók Vil-
hjálms Ultima Thule. Torráðnar gát-
ur úr norðurvegi. í tilefni útkomu
þýðingarinnar skrifaði dr. Jón Dúa-
son merkilega grein sína um Vil-
hjálm í Eimreiðina, sem áður var
vikið að. Áður, 1927—1928, hafði
komið út á vegum Hins ísl. Þjóð-
vinafélags þýðing eftir Baldur
Sveinsson á riti Vilhjálms The
Northward Course of Empire ( í
norðurveg). Og þegar þetta er ritað,
barst greinarhöfundi tilkynning um
það í íslenzkum blöðum, að nýkom-
in væri út í Reykjavík þýðing á
bók eftir Vilhjálm undir heitinu
Hetjuleiðir og landafundir, þýdd af
Ársæli og Magnúsi Árnasonum, en
það mun vera bók hans Great Ad-
ventures and Explorations, sem út
kom á frummálinu 1947.
Þótt Vilhjálmur yrði, eins og
nægilega hefir sagt verið, að heyja
harða baráttu fyrir skoðunum sín-
um við rótgróna hleypidóma og van-
þekkingu um heimskautslöndin,
féllu honum, að verðleikum, í skaut
margar og fágætar heiðurs viður-
kenningar. Margir háskólar, meðal
þeirra Ríkisháskólinn í Norður-
Dakota, Fylkisháskólinn í Manitoba
(Univ. of Manitoba) og Háskóli ís-
lands sæmdu hann heiðursdoktors-
nafnbótmn, og fjöldi landfræðifélaga
og annarra vísindafélaga kusu hann
heiðursfélaga sinn eða heiðruðu
hann með öðrum hætti.
Dr. Vilhjálmur Stefánsson var
heimsborgari í fyllstu og sönnustu
merkingu þess orðs. Lýsti það sér í
því, að bækur hans höfðu verið
þýddar á ekki færri en tíu tungu-
mál; ennfremur kom það fram í
þeim viðfeðma mannúðaranda, sem
svipmerkir rit hans, og þá ekki sízt
vegna hinna ávaxtaríku rannsóknar-
ferða hans og kenninga, sem náðu
víðsvegar um lönd, og segja má, að
snert hafi mannkynið í heild sinni.
Eins og honum var lagið, hitti
Stephan G. Stephansson afburðavel
í mark í kvæði sínu til Vilhjálms,
ortu 1925:
Víkkað hefir þú, Vilhjálmur,
veröld manna,
þú hefir hrímtröll hamið.
Norður-norna
næturgestur
og vætta vetrarríkis.
í frændsemi við firnindi
og fjarlægð ertu —
ert mögur Morgunlands
og í ætt
við yzta norðurs
sex mánaða sólskin.