Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Síða 49

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Síða 49
DR. STEFÁN EINARSSON: Sitthvað um íslenzkar bókmenntir fyrir og eftir siðaskiptin I Sjaldan hafa útlendar stefnur í hugsun og bókmenntum knúið harð- ara á hurðir íslendinga en þær gerðu á siðskiptatímabilinu. En eins og vænta mátti, þar sem mótmæl- endastefnu Lúters var þröngvað UPP á landslýðinn með styrk og fulltingi dansks konungsvalds, þá eru bókmenntaáhrifin fyrst og fremst dönsk og þýzk. Um ensk ahrif er tæplega að ræða nema þá frá annarri hendi — frá dönskum Þýðingum. Það studdi og að einangr- un þessari, að verzlun sú, er lands- menn höfðu rekið við Englendinga °g Þjóðverja frá því um 1400, var bönnuð við aðra en Dani um 1600 og brátt ríkt eftir því gengið, að ekki bæri út af. *) Það má næstum telja á fingrum Ser þau dæmi um samgöngur við England eða enskar bókmenntir, Sem Páll E. Ólason nefnir í hinu naikla og ítarlega riti sínu um sið- skiptaöldina. Tvo menn nefnir hann, Sem numið hafi háskólalærdóm þar: ögmund biskup Pálsson, er stundaði Uám bæði í Englandi og á Niður- föndum, og Martein biskup Einars- s°n, sem var níu ár við nám í Eng- landi, ögmundur var síðastur kaþólskra biskupa í Skálholti, en klarteinn annar í röð hinna lútersku biskupa. Ögmundur Pálsson í Englandi ca. 1500 og Marieinn Einarsson í England ca. 1509—1518 Um vist Ögmundar í Englandi vita menn ekkert. Hann var fæddur um 1475, og hefur hann því verið við nám sennilega fyrir aldamótin 1500. Marteinn var fæddur nálægt aldamótunum, og var hann níu ára, er systir hans Guðbjörg var gift Róbert nokkrum, enskum manni, sem verið hafði veturtökumaður tvö ár hjá séra Einari á Staðastað, föður þeirra.2) Var brúðkaup þeirra Ró- berts og Guðbjargar haldið á Rifi á Snæfellsnesi á kostnað Englendinga, er þeir lágu þar níu skipum. Lagði hvert skip til eina tunnu víns í veizluna, er stóð í hálfan mánuð. Tóku þau ungu hjónin Martein með sér til Englands, og var hann þar samfleytt níu ár, gekk þar á skóla og nam latínu og önnur fræði. Þar nam hann og málaralist og þótti góður málari. Hann kom aftur til Íslands átján ára að aldri og rak þá verzlun fyrir Englendinga í Grinda- vík í tvö ár.3) Þá fór hann til föður síns og fékkst eftir það nokkuð við að mála bæði hús og kirkjur í Skál- holti og að Hólum. Kirkju föður síns á Staðastað málaði hann einnig. Löngu síðar, er hann hafði látið af biskupsdómi, málaði hann kirkju á Álftanesi á Mýrum. Þau handaverk hans entust fram á síðari hluta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.