Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Síða 50

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Síða 50
32 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA sautjándu aldar. Því miður er nú ekkert sýnishorn af málaralist hans til, og er þó eflaust, að þar hefði mátt sjá merki enskrar listar. Þau merki verða því hvergi fundin, nema ef vera mætti á rithönd Marteins, sem enn er til og þykir sérlega fögur. Marteinn var biskup í Skálholti 1548—56. Eitt af merkustu verkum hans voru sálmaþýðingar, er prent- aðar voru í Kaupmannahöfn 1555. Sálmarnir voru þrjátíu og fimm að tölu og eru þýddir úr þýzku (eftir Lúter) flestir, fáir einir úr dönsku, einn úr latínu, en enginn úr ensku. Sennilega hefur Marteinn haft lítinn áhuga á trúmálum á Englands- árum sínum, enda er vafasamt, hvort hann hefur heyrt nokkuð um sið- bótina þar. Það var ekki fyrr en 1517 eða árinu áður en Marteinn fór heim til íslands, að Lúter festi upp sínar frægu iheses í Wittenberg. Þeim var illa tekið í Englandi, og rit dr. Lúters voru hátíðlega brennd í Páls kirkju, og fjórum árum eftir þann atburð tók sjálfur Henry VIII svari hinnar kaþólsku kirkju í bækl- i'ngi, sem hann skrifaði gegn Lúter um sakramentin. Það var ekki fyrr en 1533, að Henry vegna kvenna- mála sinna tók í sínar eigin hendur æðsta vald í kirkjumálum Englands, og það er ekki fyrr en 1536, að konungur boðar rétttrúuð siðaskipti. Þá var og skammt að bíða þess, að klaustrin væru rænd og kirkjum spillt. — En hvort Marteinn biskup hefur fylgzt með þessum málum, er alls óvíst — ekkert bendir í þá átt. Getið er um enskan lækni í Skál- holti á síðari hluta sextándu aldar,4) líklega síðasta fjórðungi aldarinnar. Hann kvað hafa kennt Oddi lækni Oddssyni á Reynivöllum (1564— 1649) lækningar, en Oddur hefur lát- ið eftir sig lækningabók (í AM 700, 4to), er varð vinsæl mjög á sautj- ándu öld. Hvort bók þessi beri minjar hins enska læknis, verður ekki séð af því, sem P.E.Ó. segir um hana: „Það er bersýnilegt, að bók þessi er að mestu þýðing, enda er sumt á þýzku óþýtt . . .“ Frumrit þau, er Oddur fór eftir, hafa eftir því að dæma verið þýzk, en ekki ensk. Aðra ritgerð skrifaði Oddur um íslenzkar jurtir og grös (í AM 109, 8vo) „mest eftir útlendum rit- um. Tijdfordrijf Edur Lijtid Annals kuer. lil Samans teiknad af mier Jone Gudmundssyne aetatis 70 Anno Dmi 1644 Næst er að nefna Jón Guðmunds- son lærða (1574—ca. 1650).5) Þótt Jón væri „ólærður“ alþýðumaður, fá- tækur og í horn hrakinn fyrir orð- róm þann, er á honum lá fyrir galdra, þá var hann allra manna fróðastur eigi aðeins um náttúru lands síns, heldur og um „náttúru" flestra hluta í jörð og á. Einnig bjó hann yfir annars konar fróðleik, ekki sízt í sagnafræðum. Á efri ár- um skrifaði hann syrpu þá, er hann kallaði „Tíðsfordríf", en þar hefur hann til tínt úr útlendum (þýzkum) sagnaritum. Þar er sérstakur þáttur um „kirknarán á Englandi“ og „Roð- bert svikara“ (á dögum Vilhjálms annars Englakonungs). Jón mun hafa kennt sér dönsku og þýzku af eigin rammleik, latínu kveðst hann ekki kunna, og fór þó rétt með (sbr. Halldór Hermannsson). Líklega hef- ur hann ekki heldur kunnað ensku,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.