Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Síða 52

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Síða 52
34 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA II Eitt af því, sem sýnir einangrun íslendinga við Dani og Þjóðverja hvað átakanlegast, er fáfræði þeirra um sögu utan Norðurlanda og Þýzkalands. Þau fáu sögulegu rit, sem fjalla um England eða Skot- land, eru undantekningarlaust dreg- in út úr dönskum eða þýzkum bók- um, frumsömdum eða þýddum úr ensku. Og það eru aðeins þrír menn, sem vér vitum til, að hafi haft nokk- urn áhuga á að þýða sagnarit eða frásögur um England. Einar Guðmundsson (1585—ca. 1650) Einna merkast þeirra sagnrita, sem á íslenzku hafa komizt um enska sögu, er Skotlandsrímur eftir séra Einar Guðmundsson á Stað á Reykjanesi. Hann stundaði að sögn nám við Hafnarháskóla, og hefur þá verið þar fyrir 1611, því að ekki er hann skráður í prófbókum skólans, sem hefjast það ár.6) Um ævi hans má vísa til Páls Eggerts Ólasonar. Inngang að Skotlandsrímum skrif- uðu þeir Sir William Cragie og Sig- hvatur Grímsson Borgfirðingur. Aftan við rímurnar hefur Sir Cragie prentað „the Danish Version of ’The Earle of Gowrie’s conspiracie against the king’s Maiestie of Scotland’ “. Þessi danska þýðing kom út í Kaup- mannahöfn árið 1601, og hugsanlegt væri, að Einar hefði kynnzt bókinni eða að minnsta kosti haft spurnir af henni á Hafnarárum sínum. Þó er það vafasamt, því að varla hefur hann farið 16 ára til Hafnar (1601). Ef til vill hefur hann verið nær tvítugu, er hann fór utan (1605). Hins vegar ræður Cragie það af mansöngvunum, að rímurnar séu ef til vill gerðar eftir að galdramálin hófust, þau er steyptu honum í ó- gæfu, eða einhvern tíma eftir 1633. Hann hefur að Mkindum ekki ort þær fyrir 1620. Galdramálin sýna, að trú hans hefur verið í samræmi við aldarandann. Sama „hjátrú“ hefur að sögn Daða Níelssonar kom- ið fram í týndu riti hans um álfa og huldufólk. Söguáhugi hans kom eigi aðeins fram í Skotlandsrímum, held- ur einnig í því, að hann snöri á ís- lenzku Exiracla Cosmographia eftir Abraham Ortelius og á efri árum Sögu Karls Siúaris I á Englandi eftir hollenzkri sögubók. Hann orti og rímur út af Færeyingasögu auk sálma nokkurra. Séra Guðmundur Erlendsson (ca. 1595—1670) Það er einkennilegt um öll þau rit, sem hingað til hafa verið nefnd, og einkum Skotlandsrímur, að svo virð- ist sem þau hafi ekki náð neinni hylli hjá almenningi, hvort sem það hefur komið til af því, að almenn- ingur hafði engan áhuga á því, sem gerðist á Englandi, eða hvort sem tilviljun hefur ráðið því. Skoilands- rímur eru til í einu handriti aðeins: það er handrit séra Jóns Finnssonar í Flatey, sem var mágur höfundar- ins, en séra Einar hafði átt systur hans, Þóru. Þessu er öðruvísi farið um Einvaldsóð, sem er eitt hið merkasta rit úr ensku snúið á sið- skiptatímunum: þetta kvæði, sem fjallar um sögu veraldar, hefur ver- ið mjög vinsælt, eins og sjá má af því, að það er geymt í nálægt 50 handritum, sem öll eru í Lands- bókasafni. Höfundur Einvaldsóðs er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.