Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Síða 57
Helztu viðburðir
meðal íslendinga vesian hafs 1962
RICHARD BECK iók saman
Jan. — Séra Philip M. Pétursson end-
urkosinn af bæjarráðinu í Winnipeg 1
spítalaráð borgarinnar (Municipal
Hospital Commission); stuttu síðar kaus
nefndin hann formann sinn.
Jan. — John Samson, fyrrv. bæjar-
ráðsmaður í Winnipeg, kjörinn af bæjar-
ráði borgarinnar sem fulltrúi borgara 1
Lögrelgunefndinni (Police Commission)
og í skemmtigarðanefnd (Park and
Recreation Board) borgarinnar.
19.—21. febr. — Fertugasta og þriðja
ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga i
Vesturheimi haldið í Winnipeg við mjög
góða aðsókn á fundum og samkomum.
Dr. Richard Beck var endurkosinn for-
seti; litlu síðar endurkaus stjórnarnefnd-
in þá Gísla skáld Jónsson og Harald
Bessason prófessor ritstjóra Tímarits
félagsins. Heiðursfélagar Þjóðræknisfe-
lagsins voru kjörnir þeir John Diefen-
baker, forsætisráðherra Canada, Guo-
mundur f Guðmundsson, utanríkisrað-
herra fslands, og Dufferin Roblin, for-
sætisráðherra Manitobafylkis.
Marz — Dr. Thorvaldur Johnson,
framkvæmdastjóri rannsóknarstöðvar
Landbúnaðar stjómardeildarmnar í
Canada (The Canadian Department of
Agriculture Research Station) a fylkisha-
skólanum í Manitoba, sæmdur gullmerki
félagsskaparins „The Professional Insti-
tute of Public Service of Canada fynr
mikilvægar rannsóknir sínar a ryði í
hveiti.
Marz — A. Rodney Thorfinnson, sem
verið hafði aðstoðar framkvæmdastjori
Spítalafélagsins í Saskatchewanfylki
(Saskatchewan Hospital Association) sið-
an 1961, skipaður framkvæmdastjori
félagsins frá 1. maí 1962 að telja. Hann
er brautskráður af Fylkisháskolanum 1
Saskatchewan og hefir stundað fram-
haldsnám á Toronto-háskóla.
Marz — Elman Guttormson, þing-
maður fyrir St. George kjördæmi í Mani-
toba og fréttaritari stórblaðsins Winni-
peg Free Press, hlaut hæstu verðlaun
fréttaritara í Vestur-Canada fyrir frá-
sögn, er hann hafði samið fyrir blað
sitt.
22. apríl — Átti Walter J. Lindal hér-
aðsdómari í Winnipeg 75 ára afmæli, en
hann er löngu kunnur fyrir dómarastörf
sín og ritstörf, og fyrir margháttaða þátt-
töku sína í vestur-íslenzkum félags- og
menningarmálum. Um sama leyti lét
hann af dómarastörfum fyrir aldurs
sakir, eftir að hafa skipað þann sess
við ágætan orðstír í 20 ár.
Apríl — Guðmundur F. Jónasson,
Winnipeg, kjörinn varaforseti Fiskimála-
ráðs Canada (Fisheries Council of Can-
ada) á ráðstefnu þess í Quebec.
Apríl — Um þær mundir var Halfdan
Thorlakson, sem gegnt hefir meiriháttar
embætti hjá hinu mikla verzlunarfélagi
The Hudson’s Bay Company í Vancouver
árum saman, skipaður fjármálastjóri
(Comptroller) allra verzlana félagsins í
British Columbia og Alberta fylkjum.
23. apríl — Walter J. Lindal dómari
kjörinn heiðursborgari Minnedosabæjar
í Manitoba, í fjölmennu samsæti, í tilefni
þess, að hann hætti dómarastörfum, en
hann hafði gegnt héraðsdómaraembætti
í norðurhluta Manitobafylkis í tvo ára-
tugi.
Maí — Við vorprófin á Manitoba-há-
skóla (Univ. of Manitoba) útskrifaðist
eftirfarandi námsfólk af íslenzkum ætt-
um:
Bachelor of Arts:
Haraldur Ásgeir Benson, Gimli.
Margaret Lynne Erlendson, Winni-
peg.
William Allan Helgason, Winnipeg.
Gudmundur Björgvin Isfeld, Husa-
vik.
Ronald William Kristjánson, Winni-
peg.
Albert Frank Sigurdson, Selkirk.
Thora Anna Stefánson, Winnipeg.
Patricia Joan Thorvaldson, Winni-
peg.
William Dempsey Valgardson, Gimli.
Bachelor of Science:
Brian John Stefán Ayotte (íslenzkur
í móðurætt), Piney.